Vitið þið hvað ég sá?
22.4.2009 | 23:50
... þabbarasonna...
Síðustu daga er ég búinn að sjá álftir, grágæsir, helsingja, tjald, stelk, örn og hrossagauk...
Svo sá ég tvo brosandi Liverpoolmenn um daginn... það hef ég aldrei séð áður...
Svo munaði litlu að ég sæi Framsóknarmann í dag...
Vildi bara koma þessu á framfæri og deila þessu með lesendum mínum.
Gleðlilegt sumar!
.
.
![]() |
Sést til lunda í Vestmannaeyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Algjörir snillingar.
22.4.2009 | 22:06
Snillingarnir tóku þetta nokkuð örugglega í kvöld... með hverri umferð fækkar stigunum sem í boði eru svo hver 3 stig sem vinnast núna eru gulls í gildi... Chelsea er úr leik núna eftir jafnteflið í kvöld... enn Liverpool lifir en í voninni...
Það var unun að sjá loksins góðan fótbolta í kvöld eftir það hnoð sem sum lið hafa verið að bjóða upp á síðustu daga...
Ég er því kátur og bjartsýnn á framhaldið... tökum Tottenham á laugardaginn á meðan Hull vinnur sinn leik, vona að þeir falli ekki því ég hef alltaf haft taugar til Hull City.
.
.
![]() |
Manchester United náði þriggja stiga forskoti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |