Maður lifir ekki á útsýninu!

Stundum verður maður orðlaus.
Var að reyna að skiptast á skoðunum við einn Sjálfstæðismann á blogginu. Sagði honum hvað mér fyndist þeir, Sjálfstæðismenn, bera litla virðingu fyrir náttúrunni. Vildu virkja alla fossa  o.s.frv.... Sjálfstæðismaðurinn svaraði:

"Ég er nú ekki þeirrar skoðunar að óbeisluð straumvötn séu til mikils gagns.
Maður lifir ekki á útsýninu."

Og þar sem ég varð orðlaus eftir þessa yfirlýsingu Sjálfstæðismannsins, þá gef ég Unni Benediktsdóttur Bjarklind orðið. Unnur fæddist á Auðnum í Laxárdal árið 1881.

Hver á sér fegra föðurland
með fjöll og dali og bláan sand
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð?
Með friðsæl býli, ljós og ljóð,
svo langt frá heimsins vígaslóð.
Geym, drottinn, okkar dýra land
er duna jarðarstríð.
.

landslag_litid_landslag-3

.

 


Auðmannafangelsi

ÖND-VEGIS-FLOKKURINN mun berjast með kjafti og klóm fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn vinni ekki fylgi af honum þá viku sem til stefnu er fram að kosningum.

Hvaða flokkur hefur öflugri og skýrari sýn heldur en...

ÖND-VEGIS-FLOKKURINN?

 

Ö ER EKKERT BÖ!

 

Ö er ekkert bö segir nákvæmlega allt sem segja þarf um stefnu flokksins.

Eins og áður hefur komið fram er aðal mál flokksins að flytja inn mörgæsir og sleppa þeim á Vatnajökul. Bora svo jarðgöng frá Bolungarvík að Vatnajökli. En aðeins um þessi jarðgöng verði möguleiki fyrir túrista að skoða mörgæsirnar á Vatnajökli. Mjög atvinnuskapandi verkefni.

Annað mál sem við í ÖND-VEGIS-FLOKKNUM viljum setja á oddinn er að reisa lúxus Auðmannafangelsi. Útrásarvíkingarnir munu sjálfir byggja það og læsa sig svo inni á eftir.

Lýður Oddsson verður fangelsisstjóri.

Kjósendur góðir hÖÖÖÖfnum Sjálfgræðisflokknum.
.

prisoner

.

 

Ö ER EKKERT BÖÖÖÖÖÖÖÖ!


mbl.is Þarf að vinna litla sigra á hverjum degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband