Sjálfstæðismenn fá það sem þeir báðu um.
16.4.2009 | 20:03
Ég spjalla við fólk á förnum vegi eins og gengur og gerist um pólitík og hvað það ætli nú að kjósa í komandi kosningum.
Mjög margir geta alls ekki hugsað sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þó svo að sumir hafi stutt þann flokk áður.
Og af hverju getur fólk ekki hugsað sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn... Jú, það er ekki síst vegna óheiðarleika þeirra sem eru að bjóða sig fram fyrir þennan flokk... hvernig flokkurinn lítilsvirðir Alþingi þessa dagana með málþófi... flokkur sem kennir sig við sjálfstæði getur ekki hugsað sér að fólkið í landinu fái að taka þátt í stórum ákvörðunum sem taka þarf í framtíðinni með því að afgreiða slík mál í þjóðaratkvæðagreiðslu...
Flokkur sem kennir sig við heiðarleika er staðinn af því að þiggja stórar peningaupphæðir frá hliðhollum fyrirtækjum... og fólk veit að þetta hefur "alltaf verið svona"... Sjálfstæðiflokkurinn hefur alltaf keypt sér völd...
Síðan ljúga menn á víxl eins og ekkert sé... Kjartan Gunnarsson... Geir Haarde... Guðlaugur Þór...
Maður sér það á þeim í fréttunum þegar þeir eru að ljúga... en þeir eru góðir í því enda í góðri þjálfun...
Svo sér maður á bloggsíðum að þeir forhertu Sjálfstæðismenn sem enn ætla að láta þá fá atkvæði sitt eru hissa á því fylgishruni sem blasir við... og segja; Flokkurinn hefur stjórnað landinu í 18 góð ár... Hvað læti er í fólki núna, er það búið að gleyma góðærinu?
Mér dettur í því sambandi í hug dæmi;
Skipstjóri siglir skipi sínu í 18 daga. Ferðin gengur bærilega vel.
En svo siglir skipstjórinn (værukær og hálf drukkinn) skipinu í strand og það er nánast ónýtt á eftir (áhöfninni er bjargað með naumindum)... var þetta þá góð ferð? Á að ráða þennan skipstjóra aftur í næstu ferð????
Sjálfstæðismenn þurfa ekkert að vera hissa þó að fylgið hrynji um helming.
Því segi ég eins og einn fyrrum Sjálfstæðismaður sagði við mig;
Það þarf að setja Sjálfstæðisflokkinn út í kuldann næstu árin.
.
.
![]() |
VG í sókn - Samfylking stærst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |