Nú skipta öll stigin máli.

Auðvitað vinnur Liverpool Blackburn... hvað annað... og verða þá í fyrsta sæti í klukkutíma eða svo...

Ég vil endilega halda spennunni í mótinu og að Liverpool vinni þennan leik svo fjölmargir Liverpool vinir mínir eigi góðan dag. Get ekki hugsað mér að þeir fari sorgmæddir í rúmið í kvöld.

Góðar Páskakveðjur til allra Liverpoolara... líka Guðjóns Smile

Aðalleikurinn í dag er svo viðureign Sunderland og Manchester United... Rio verður ekki með, það er skarð fyrir skildi... annars verða 11 menn í báðum liðum... svo ekkert nema sigur kemur til greina... það eru fáir leikir eftir og 3 stig verða að nást úr hverjum leik.

Annars skil ég ekki hvað Benitez (Houllier í dulargervi) er allaf að skjóta á Ferguson eins og fyrir Evrópuleikinn í síðustu viku, þá gat hann ekki setið á sér að tala um Sir Alex Ferguson.

Sir Alex svaraði þessu með sínum skemmtilega húmor;

"The interesting thing as far as Rafa Benitez is concerned is that he has got a European tie coming up and he is talking about Alex Ferguson," LoLLoLLoL

Ég vissi ekki að ég væri svona mikilvægur fyrir Liverpool, bæti Sir Alex svo við....
.

 Ferguson (l): Amused by Benitez

.


mbl.is Kemst Liverpool í toppsætið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband