Baráttusöngur og merki flokksins
29.3.2009 | 23:02
Nú hefur baráttusöngur Önd-vegis-flokksins verið saminn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég er líka móðgaður
29.3.2009 | 14:17
Mér fannst Davíð vega ómaklega að Ö flokknum í ræðu sinni... hann minntist ekki einu orði á Önd-vegis-flokkinn í ræðu sinni...
Hann hefði nú geta sagt að Önd-vegis-flokkurinn og formaður hans liti út eins og kálfur eða eitthvað í þá veruna... vond auglýsing er betri en enginn... ég er bara fúll eins og Villi.
En það er algjör dásemd að sjá sundraða Sjálfstæðismenn þessa dagana. Þeir þurfa enga andstæðinga... þeir sjá um þetta sjálfir og skemmta landanum í leiðinni...
Ég held þeir endi bara í 11-12% í næstu kosningum, verði minni en Framsókn... þá ætla ég að skjóta upp flugeldum og baka pönnukökur.
.
.
![]() |
Geir: Ómaklegt hjá Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ávaxtaorðin
29.3.2009 | 10:18
... ég er sérstakur áhugamaður um grænmeti og ávexti... borða kannski aldrei nóg af þessum holla mat en finnst eiginlega allt gott í þessum flokki... kannski ekki greipið... og kartöflurnar verða að breytast í mús svo mér líki við þær...
... við notum talsvert af orðum úr ávaxta- og grænmetisheiminum í venjulegum samræðum, rituðu máli o.s.frv.
Hún kálaði honum. Af hverju ekki; Hún Icebergaði hann... eða hún blómkálaði honum...
.
.
Sjáðu litla barnið... rosaleg rúsína er hún (held þetta sé aðallega sagt um stúlkubörn, ég var a.m.k. aldrei kallaður rúsína á smábarnaárum mínum)
Af hverju segum við ekki... sjáðu litla barnið... rosaleg plóma er hún...
Hann er með svakalegt kartöflunef... við segjum ekki; Hann er með svakalegt papriku nef...
Hann er alveg á perunni... en ekki; hann er alveg á ananasnum.
.
.
Laukur ættarinnar... en ekki; kúrbítur ættarinnar... (nema að það sé hundur)
Hún er með eplakinnar... en ekki; hún er með kiwikinnar... (nema hún hafi gleymt að raka sig)
Gúrkutíð... en ekki radísutíð
Brattur kveður með bananasplitti og biður ykkur að tala fallega í ávaxtatorgum.
.
.
P.S. hvernig veit agúrkan að hún er ekki ávöxtur?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Brattsjónallinn.
Fram ööööðlingar í ótal lööööööndum
sem ástundiðá kvöldin karate
nú Brattur safnar saman bröööööndum
boðar kaffi og jurtate
Dabbahyski við hendum í sjóinn
hrööööökvum aldrei í kút
við áttum lóur en hann át þær kjóinn
einsog að þamba ööööööl af stút.
Þó að mööööörgæsin sé mööööögur
við möööööölvum Geirinn í dag
því Brattsýnin er fööööögur
og fóðurblanda allra í Haag.
HÖf.: Guðni Már
Þá er í gangi leit að merki flokksins... hér er ein tillagan... kæru félagar hvernig líst ykkur á... einhverjar aðrar hugmyndir?
.
.
Bara til að útskýra þá er þetta önd sem hefur verið vegin.
= Önd-vegis-flokkurinn.