Ég gef kost á mér

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í framboð fyrir nýjan flokk sem heitir "Brattsýnisflokkurinn". Hef ég sótt um og fengið úthlutað listabókstafnum Ö

Bloggvinur minn hann Guðni Már hvetur mig til framboðs og undan því verður ekki hlaupið.
Ég hef hugsað mér að vera ekki deild í áttflokkunum (var áður fjórflokkar en hefur fjölgað) heldur vera flokkur, svokallaður "One man bandító"

Eftirfarandi mál set ég á oddinn:

Mál nr. 1)

Ég vil flytja inn mörgæsir og sleppa þeim á Vatnajökul.
Þær myndu draga að aragrúa erlendra fuglaskoðara sem myndu kaupa af okkur mörgæsafóður í tonnavís.
Mörgæsafóðurblöndunarstöð verði byggð á Bolungarvík til að sinna markaðnum.
Með því móti myndum við þurfa að stofna nýtt flutningsfyrirtæki og leggja hálendisveg eða jarðgöng frá Bolungarvík að Vatnajökli. Mikil atvinnusköpun fylgir þessu eins og gefur að skilja.
Þá gætum við lagt af öll áform um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Mörgæsafóðurblöndunarstöðin verði fótstigin og mjög umhverfisvæn.

Fleira hefur mér nú ekki dottið í hug sem getur komið okkur til bjargar á þessum erfiðu tímum.

Guð blessi Ísland.

Munið Ööööööööö flokkinn........... fullur......  Brattsýni.
.

penguin

.

Þyrfti kannski að biðja ykkur lesendur að hjálpa mér að finna slagorð...


mbl.is Íslandshreyfingin hluti Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband