Nú verður endurflutt...

... nú verður endurflutt leikritið Fulli mælirinn eftir H.G. Hannesson...

Einu sinni var mælir, hann var á gangi úti í sveit með nestið sitt. Hann var ungur og saklaus og ofboðslega hamingjusamur.

Hann var alls óhræddur þó hann væri að hugsa um Rauðhettu og ljóta úlfinn sem át ömmu hennar. Hann átti heiminn, ekkert gat gert honum mein.

Ungi mælirinn settist í græna lautu og horfði á allt góðgætið sem var í nestiskörfunni... mmm... hvað þetta var girnilegt... en hættur geta leynst víða þó það sé sólskin og blíða...

Kemur ekki allt í einu korn aðvífandi með fulla flösku af brennivíni og hellir vin okkar fullan.

Þetta var kornið sem fyllti mælinn.
.

 picknick

.


Bloggfærslur 9. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband