Lokum fyrir rafmagnið
8.2.2009 | 21:47
Þegar fólki er sagt upp störfum og ekki er óskað eftir starfskröftum þess á uppsagnartímanum þá kemur það venjulega ekki til vinnu eftir það.
Ég hef a.m.k. ekki heyrt eitt einasta dæmi um það að fólk mæti til vinnu eftir slíka uppsögn af því að það telur sig eiga eftir að ljúka sínu starfi.
En DO er ekkert venjulegur maður.
Það er með ólíkindum að hann vilji hreinlega láta sækja sig inn í bankann og bera út, eða er það ekki það sem hann er að biðja um?
Meirihluti íslensku þjóðarinnar vill ekki hafa þennan mann lengur í þessu starfi. Hann er lifandi mynd spillingarinnar sem við ætlum okkur að kveða niður.
Það er kannski eitt ráð í stöðunni. Skrúfa fyrir vatn og rafmagn til Seðlabankans og loka símalínum. Setja nýjan Seðlabankastjóra í starfið með aðsetur í Kolaportinu.
Það tæki svo Davíð einhverjar vikur að átta sig á því að hann væri ekki lengur Seðlabankastjóri. Þá kæmi hann út með nýtt ljóð í farteskinu, sem vonandi yrði aldrei birt.
En vonum að hann vitkist og sjái að sér og mæti ekki til vinnu í fyrramálið.
.
.
![]() |
Davíð segir ekki af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Giggs innsiglar titilinn með hægri
8.2.2009 | 19:59
Sætur sigur... og Giggs með hægri...
2ja stiga forysta og einn leikur til góða... var að skoða leikjaprógrammið fram á vor... það eru allir leikir léttir sem eftir eru nema ef vera skyldi við Hull úti í síðustu umferð..
Gott að vera búinn að tryggja sér titilinn strax í febrúar...
.
.
![]() |
Man. Utd aftur á toppinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ljósár
8.2.2009 | 14:43
Í fréttinni segir að...
...stjórnarsetan tryggi Jóni Ásgeiri um 20 þúsund punda laun á mánuði, jafnvirði 3,4 milljóna króna, auk afnota af fyrirtækisbíl og einkaþyrlu.
Datt í hug í þessu samhengi að Íslendingur sem hefur 2,4 milljónir í árstekur yrði 895.833.333.333 ár að greiða þær skuldir sem fjárglæfraútrásarvíkingarnir eru búnir að skella á íslensku þjóðina...
Ég held að þessi duglegi Íslendingur verði orðin svolítið framlágur þegar síðasti greiðsluseðillinn kemur inn um bréfalúguna.
.
.
![]() |
Jón Ásgeir og Gunnar áfram í stjórnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smá feill
8.2.2009 | 12:23
Ég spáði fyrir þessum leik í gær og sagði þá að Hermann Hreiðarsson myndi skora sigurmark Portsmouth...
Þetta gekk næstum því upp... Hermann kom Portsmouth yfir á 78 mínútu.
Ég var að fara yfir spádóminn í morgun og sá þá smá feil... sem að við spámenn köllum tímaskekkjumismunafeil.
Ég var nefnilega með spádómsklukkuna stillta 12 mínútum of snemma, þannig að ef leikurinn hefði byrjað 12 mínútum fyrr þá hefði markið hans Hemma orðið sigurmarkið.
Ég bið alla hluteigandi velvirðingar á þessu og sérstaklega Gunna Nella, Axel Aðalgeirs, Vidda í kjötborðinu, Rúnar Páls, Guðjón Ármans, Sammy Lee og Gerard Houllier.
.
.
![]() |
Benítez: Styrkur og breidd í liðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |