Hefjum selveiðar

Hef alltaf verið andvígur hvalveiðum alveg frá því að 95% landsmanna voru þeim fylgjandi... nú eru þeir ekki nema 67% og við sem erum andvígir 20%... jæja, einhver verður að vera í minnihlutanum og mér finnst það alls ekki slæmt...

Þeir sem fylgjandi eru hvalveiðum tala gjarnan um að hvalurinn éti frá okkur fiskinn... af hverju drepum við þá ekki bara öll dýr sem borða fisk... seli, fugla, rostunga og ísbirni?... jú við drápum 2 ísbirni í fyrra þannig að nú getum við veitt allan þann fisk sem þeir áður höfðu étið.

Hvalirnir átu fiskinn í sjónum löngu áður en maðurinn fór að veiða fisk... ekki fjölgaði hvölum óheyrilega þá og ekki átu þeir allan fiskinn sem til var í sjónum... það var bara fínt jafnvægi í náttúrunni. Þegar við mannskepnan ætlum að reyna að viðhalda einhverju jafnvægi í náttúrunni með veiðum, reyna að halda ákveðnum keppnautum okkar niðri með því að fækka þeim... þá er voðinn vís...

Eigum við ekki að hefja selveiðar sem fyrst? Nú er enginn selur veiddur lengur, en samt fjölgar sel ekki... jafnvel er talið að sel hafi fækkað eftir að við hættum nánast að veiða hann við Íslandsstrendur... hvernig stendur á því?
.

 baby-harp-seal_78

 

.


mbl.is Meirihluti fylgjandi hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband