Haraldur hundur - gáta
4.9.2008 | 20:47
... einu sinni var hundur sem hét Haraldur. Honum áskotnaðist beinapoki einn daginn... ef einhver veit ekki hvað beinapoki er, þá er það poki fullur af hundabeinum... ef einhver veit ekki hvað hundabein eru, þá eru það bein af öðrum dýrum en hundum...
... En sem sagt... Haraldur hundur ákvað að grafa beinin í bakgarðinum sínum, eins og hunda er siður... hann flokkaði þau í lala bein, miðlungs bein og góð bein... lala beinin gróf hann dýpst, miðlungsbeinin aðeins ofar og góðu beinin, sem reyndar var bara eitt í pokanum gróf hann efst...
... en af hverju gróf hann góða beinið efst... ???
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Er nauðsynlegt að drepa þá?
4.9.2008 | 18:32
... skil ekki af hverju verið er að berjast fyrir því að fá að veiða hvali... það er með engu móti hægt að selja nema lítilsháttar magn af hvalkjöti á innanlandsmarkað... Japansmarkaður er lokaður og hvalkjöt sem sent var til Japans í fyrra að verðmæti eitthvað á annað hundrað milljónir er að skemmast í geymslu þar ytra... Japanskir hvalveiðimenn hafa komið málum þannig fyrir, að ekki er möguleiki að flytja inn hvalkjöt til Japans... punktur...
... ef hvalveiðar eiga að halda áfram við Íslandsstrendur, þá verður bara að gera út á sportið... selja ríku fólki veiðileyfi til að leika sér að drepa þessar skepnur... við komum aldrei til með að selja hvalkjöt að neinum marki...
... viljum við það???
.
.
![]() |
Leggja áherslu á hvalveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)