Mari - létt draugasaga
31.8.2008 | 22:08
... einu sinni var maður sem hét Mari...
... á sama tíma var draugur sem hét Lafmundur... Lafmundur var myrkfælinn... hann átti enga vini sem hann gat leitað til þegar hann þurfti sem mest á því að halda... á köldum vetrarnóttum þegar tungl óð í dimmum villtum skýjum...
Og af því að draugar geta fylgst með þeim sem eru lifandi, þá fór Lafmundur draugur að leita að lifandi mannveru sem hann gæti hugsað sér að yrði félagi hans þegar sú færi yfir móðuna mikla...
... þið þekkið orðið lafhræddur... það er einmitt ættað frá draugnum okkar... vera skíthæddur, lafhræddur eins og draugurinn Lafmundur...
... Lafmundur var búinn að leita í mörg ár, en aldrei fann hann neinn sem honum leist á, fyrr en allt í einu að hann las í 24 Stundum um mann sem vann hjá Hagstofunni... sá maður hét Mari... allan ársins hring fór hann eftir vinnu niður að tjörn og gaf öndunum brauð... hvort sem það var gott veður eða vont... dimmt eða bjart... oft var hann einn, sagði hann í viðtalinu... og óhræddur þrátt fyrir allt myrkur...
.
.
Já, hugsaði Lafmundur draugur. Íslenskur andavinur, kjarkmikill, vingjarnlegur, en samt örlítið væskilslegur... why not... svo fletti hann upp í skránni með dánardægri hans Mara... ohh... hann átti eftir að lifa í 25 ár í viðbót... hann nennti ekki að bíða svo lengi eftir honum...
Það væri bara best að fá hann strax... flýta aðeins fyrir dauða hans... þó hann vissi að það væri ekki vinsælt á æðstu stöðum...
Daginn eftir þegar Mari fór niður að tjörn, var dimmt og kalt... skafrenningur... en hann lét það ekki á sig fá og hóf að henda brauði með sólþurrkuðum tómötum í endurnar... hann var svangur og stakk upp í sig bita... honum fannst allt í einu eins og það væri einhver fyrir aftan hann og snéri sér við... hann varð skelfingu lostinn þegar hann sá Lafmund standa þarna og glotta...
Brauðið stóð í honum, hann gat ekki andað... féll á hnén, datt fram fyrir sig...
... svo dó Mari.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Próf
31.8.2008 | 10:46
.
.
Nú ætla ég að segja ykkur söguna af því þegar ég var lítill drengur og átti að fara í lestrarpróf.
Ekki veit ég hvernig þessi próf eru gerð í dag, en í þá daga var lagt fyrir blað sem átti að lesa af og kennarinn var með skeiðklukku... svo var lesið eins hratt og maður gat og helst rétt þar til tíminn var búinn... þetta var hrikaleg keppni við klukkuna og spenna í loftinu...
Próf
"Farið þið með faðirvorið
drengir mínir
þá gengur ykkur vel"
Svo mælti mín guðhrædda amma.
Lestrarpróf í skólanum
og við með í maganum
krakkarnir kölluð inn í skólastofuna
í stafrófsröð.
Faðir vor þú sem ert á himni...
Þér rétt blað
í sveitta lófa.
Ógnvaldurinn á borðinu:
Skeiðklukkan.
... því að þitt er ríkið
mátturinn og dýrðin
að eilífu am...
BYRJA!
En faðir vor
breytti litlu.
Okkur gekk ekkert betur.
Vorum svona
fyrir ofan og neðan
miðjumenn.
En helvítið hún Pálína
efst eins og alltaf.
Ekki vissum við til
að hún færi með bænir.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)