Mörgćsamađurinn
29.8.2008 | 21:38
... hann var kominn upp í rúm... tók međ sér mörgćsabókina sína... ţađ var svo notalegt ađ skríđa undir sćngina og draga upp ađ höku... hann hafđi klćtt sig í kjól og hvítt eins og venjulega á föstudagskvöldum...
Honum fannst fátt betra ţessi kvöld en ađ vera undir sćnginni og lesa um mörgćsirnar sem vöppuđum um í fimmtíu stiga frosti á Suđurskautslandinu... ...hann var ţakklátur Guđi fyrir ađ hafa ekki látiđ sig fćđast sem mörgćs... undir sćnginni leiđ honum eins og mörgćsarunga á fótum mömmu sinnar međ heitan maga hennar yfir sér...
... ţrátt fyrir ađ hann var feginn ađ vera ekki mörgćs, blundađi í honum draumur um ađ fara í ferđ á Suđurskautslandiđ og dvelja međal mörgćsa... hann hafđi ekki imprađ á ţessu viđ nokkurn mann... var viss um ađ hann yrđi talinn galinn...
... ţađ var bara einhver ţrá í honum ađ kynnast ţessum dýrum betur... einhver vöntun myndu sálfrćđingar segja...
... hann lagđi frá sér bókina og lokađi augunum... sá fyrir sér mörgćsahóp ţjappa sér saman í nístings vindi... hópurinn myndađi hring, dýrin hlýjuđu hvort öđru...
... hann teygđi sig í auka sćngina og fađmađi hana ađ sér...
.
.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)