Afi

Afi gamli fylgdist vel međ veđrinu eins og flestir Íslendingar gerđu og margir gera enn.
Hann og amma áttu 10 börn. 
Ţegar ţau voru hćtt ađ vinna, ţá bjuggu ţau heima hjá foreldrum mínum. Afi vildi passa upp á okkur strákana og var iđulega úti á kvöldin ađ leita ađ okkur til ađ segja okkur ađ koma heim.
Klukkan er langt gengin í níu, sagđi hann, ţegar hún var rúmlega átta. Ađrir krakkar kölluđu hann afa á hlaupum vegna ţess ađ hann var alltaf á fullu ađ leita ađ okkur.

Heima hjá okkur var lítiđ barómet sem sá gamli sló fyrnafast í til ađ sjá hvort breytingar á veđri vćru í nánd... viđ vorum alltaf dauđhrćdd um ađ hann myndi brjóta ţađ, svo fast var slegiđ.

Afi 

Mig undrađi styrkur
glersins í barómetinu
ţegar ţú ţrumađir
í ţađ međ hnúunum

Regn - breytilegt - bjart

Viđ strákarnir
sáum á svip ţínum

ađ líklega myndi
hann bresta á
ađ norđaustan

međ kvöldinu

.

 2066940

.

 

 


Skemmtikraftar

Já, stoltur var mađur ađ sjá strákana okkar taka viđ silfurverđlaununum áđan.

Gaman ađ sjá ţá brosa á pallinum, ţrátt fyrir smá svekkelsi. En ţađ er líka gott ađ vera pínu spćldur vegna taps í úrslitaleik á Ólympíuleikunum. Ţađ ţýđir ađ menn vilja meira og ţessir strákar eru flestir ungir og eiga örugglega eftir ađ nćla sér í gulliđ síđar.

Ég er búinn ađ skemmta mér rosalega vel ađ horfa á ţá alla keppnina. Ţvílíkir skemmtikraftar og ţvílík breidd sem viđ erum međ í ţessu landsliđi núna.

Guđmundur ţjálfari kom á óvart međ vali á markverđi sem fáir ţekktu fyrir. Björgvin stóđ sig frábćrlega í markinu. Ingimundur sem einnig var ekki ţekkt nafn fyrir kom gríđarlega á óvart. Rosaleg vinnsla í vörninni hjá honum. Hinir allir stóđu sig líka feykilega vel og koma međ silfriđ heim.

Aftur felldi mađur tár viđ verđlaunaafhendinguna núna eins og ţegar viđ lögđum Spánverjana.
Handboltinn er skemmtilegur. Hrađur, miklar sveiflur og tilfinningar.

Ég er kátur, ég er stoltur Íslendingur.

.

 ballons

.

 


mbl.is Íslendingar taka viđ silfrinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 24. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband