Arfi - gátusaga -
10.8.2008 | 20:05
... illgresi er það kallað sem vex á stöðum þar sem það á ekki að vaxa á... arfi er dæmi um jurt sem kölluð er illgresi... hann hefur slæmt orð á sér og er reittur upp úr beðum af grimmum grænum höndum um land allt...
... en ekkert er alslæmt, arfinn lumar á sér... hann er betri en við höldum...
Þetta las ég mér til um arfann á netinu:
Arfinn er lækningajurt. Gott að vita af honum ef einhver skyldi meiða sig og hlaupa upp með bólgur. Þá má leggja kælandi og sefandi arfabakstur á auma staðinn og ekkert er meira frískandi en arfaflækja til að leggja í nýveiddan fisk meðan hann bíður þess að komast í pottinn eða á pönnuna.
Næsta vor er ég því að spá í að vera með arfabeð við hliðina á kartöflugarðinum.
Mér dettur í hug í lokin sagan um manninn sem hét Arfi. Ekki nokkur manneskja myndi skíra barnið sitt þessu nafni í dag. En foreldar hans voru þau Farði og Arða sem þekkt voru fyrir ósmekklegheit allt sitt líf.
En Arfa kallinum honum var aldrei boðið í veislur og mat... fólk gat ekki hugsað sér að segja; ég er að fá Arfa í mat.
Hann gerðist samt oft boðflenna og tróð sér inn í veislusali án þess að nokkur tæki eftir því í upphafi. En þegar fólk sá til hans var honum umsvifalaust hent út.
.
.
Margir myndu nú halda að þessi saga endaði illa, en svo er nú aldeilis ekki.
Hann kynntist góðri konu sem var alveg sama þótt hann héti Arfi... hún var arfavitlaus í hann og elskaði hann afar heitt... þau rugluðu saman reitum, giftust og lifðu hamingjusömu lífi upp frá því.
Arfi kallaði hana alltaf "Puntustráið" sitt".
Þá kemur spurningin; hvað hét konan?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Verður fínn vetur
10.8.2008 | 17:05
... ekkert sérstakur leikur kannski, en sýnir manni þó að United verða sterkir í vetur og ekki síðri en á síðasta tímabili... vantar enn Rooney og Ronaldo, Anderson og fleiri... held samt að "við" verðum að kaupa framherja... Berbatov efstur á óskalistanum hjá mér...
Ferguson ætlar reyndar að kaupa senter fyrir tímabilið... gæti komið á óvart hver það verður... kannski Eiður???
Hermann heppinn að fá ekki dæmda á sig vítaspyrnu þegar hann faðmaði kálfann á Tevez...
Mikið væri nú Nani betri ef hann gæfi tuðruna einstaka sinnum
... og United farnir að vinna vítaspyrnukeppnir, það er nýung...
.
.
![]() |
United vann Samfélagsskjöldinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ryskingar hættulegir
10.8.2008 | 13:18
... það er ekki hollt að borða of mikið af ryskingum, áhrifin af þeim eru svipuð og af berserkjasveppum... maður verður ruglaður í hausnum og allt að því kolbrjálaður... ekki nema von að menn fái gistingu hjá löggunni eftir svona máltíð...
... vona að löggan gefi þeim bara Cocoa Puffs í morgunmat...
.
.
![]() |
Tveir gistu fangageymslur eftir ryskingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)