Gaman að lifa
6.7.2008 | 21:24
Svakalega góð helgi að verða búin og vinnan framundan í vikunni... verður brjálað að gera alla vikuna, en svo er stefnan fljótlega sett norður á Tröllaskagann í heimahagana... á fótboltamót... Nikulásarmót... skrítið nafn á fótboltamóti... en það er saga á bak við það sem ég segi vonandi síðar.
Kannski keyrum við Fljótin, sem er ein fallegasta leið sem ég keyri... við stoppum líklega á há Lágheiðinni og teygjum úr okkur... á þeirri leið er hús, Miðbær, sem einu sinni var í miðjum heimabæ mínum, Ólafsfirði... í þessu húsi fæddist ég... er semsagt af svokallaðri Miðbæjarætt.
.
.
Það er alltaf eitthvað til að hlakka til í þessu lífi... en svo má ekki gleyma að njóta daganna sem líða þar til það sem maður hlakkar til rennur upp... þeir geta verið svo frábærir líka...
Við tökum með okkur veiðistangir og reynum að veiða þorsk, ýsu eða ufsa á bryggjunni... á þeim stað hékk ég öllum stundum ungur strákur með vinum mínum... veiddum þessar tegundir og þar að auki rauðmaga, steinbít, lúðu, kola og náttúrulega þann skrautlegasta marhnút... en maður hirðir ekki marhnútinn... heldur skyrpir upp í hann og biður hann um að gefa sér vænan fisk og svo er honum sleppt í sjóinn aftur...
.
.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)