Sjóveikur að blogga
19.7.2008 | 17:41
... þegar ég blogga, þá er ég oftast með litla eða óljósa hugmynd um það hvað ég ætla að segja... skemmtilegast finnst mér að skrifa smásögur, eða örsögur... sem ég kalla "Instant" sögur...
... ég er þá aðeins með þessa litlu hugmynd í farteskinu og veit ekkert hvert hún leiðir mig... stundum tekst mér vel upp, stundum ekki eins og gerist... þær sögur sem ég er hvað ánægðastur með, fá yfirleitt ekki mörg komment...... líklega hef ég svona skrítinn smekk.... hmmm...
Yfirleitt blogga ég ekki um fréttir... það eru nógu margir í því... en þó geri ég undantekningu á þeirri reglu, sérstaklega þegar innlitin verða fá... þá þarf egóið smá búst... en þó er það ekkert gaman heldur, því þegar maður bloggar um frétt, þá koma margir inn en eru ekkert að tjá sig... fullt af heimsóknum, en engin segir neitt... púðurskot...
... skemmtilegast finnst mér þegar bloggvinir mínir segja mér að skrif mín hafi glatt þá... þá eflist ég allur og vil gera enn betur næst...
... svo þegar ég er búinn að blogga og vista, en ekki enn búinn að birta... þá kemur þessi setning upp í blogginu... "Þessi færsla er uppkast"... mér verður alltaf hálf óglatt og sé grænt þegar ég les þessa setningu... og ég er ekki að djóka...
... væri ekki betra að segja bara... "Þessi færla er "kastanía"...
... þá kannski verður mér ekki svona óglatt þegar ég er að blogga...
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Uppgjöf stjórnmálamanna
19.7.2008 | 09:33
... ástandið á landsbyggðinni er löngu hætt að vera grafalvarlegt... það er komið miklu lengra en það... ég er fæddur og uppalinn á landsbyggðinni... í vinnu minni í dag ferðast ég mikið um landsbyggðina, kem í bæi og þorp, þar sem einu sinni var allt iðandi af mannlífi... nú á sumum stöðum er jafnvel ekki búið í nema helmingi húsanna í bænum... auðar blokkir standa eins og fólk hafi flúið undan eldgosi eða einhverju álíka...
Stjórnmálamenn eru löngu búnir að gefast upp á ástandinu og vinna jafnvel að því að leggja niður mannlíf á landsbyggðinni... þeir hafa löngum talað um að "færa störf út á landsbyggðina"... en vinna svo þvert ofan í það sem þeir segja... ekki er langt síðan að Fasteignamat ríkisins lagði niður 2 störf í Borgarnesi og 1 á Egilsstöðum... ekki mörg störf kannski, en tákrænt fyrir það sem er að gerast... mörg svipuð dæmi má finna um flutning starfa af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins...
... mér finnst pólítíkusar, jafnvel þeir sem kalla sig landsbyggðapólítikusa, bara yppa öxlum yfir þessari þróun og eru gjaldþrota með hugmyndir...
jæja, nú hætti ég þessu rausi... það er farið að síga í mig...
.
.
![]() |
Björk ætti frekar að syngja gegn fátækt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)