Talandi steinar

Er hćgt ađ segja ţeim sem aldrei segir neitt ađ ţegja?

Viđ segjum oft, steinţegi ţú, eđa grjóthaltu kj...

Einu sinni rakst ég reyndar á steinvölu sem talađi... ég var á gangi í fjöru og tók hana upp... ćtlađi ađ fleyta kerlingar međ henni... var kominn í fleytikerlingastellinguna og var ađ fara ađ henda ţegar hún hrópađi...

Ekki henda mér, ekki henda mér... ég hćtti snarlega viđ í miđri sveiflu... og leit á svartan steininn í hendi mér... furđu lostinn... og sagđi; hva... talandi steinn...

Já, sagđi steinninn, ég tala... allir steinar tala... ţađ eru bara ekki allar manneskjur sem geta heyrt í okkur...

Ó, sagđi ég... hvernig fólk er ţađ sem getur heyrt ykkur steinana tala...

Ţađ er bara fjólublátt fólk sem getur heyrt í okkur... sagđi litla steinvalan...

En ég er ekki fjólublár... sagđi ég hálf hneykslađur... jú, vinur minn, ţú ert sko fjólublár...

Ég leit á hendur mínar og hrökk viđ... ţćr voru fjólubláar... ég stakk steininum í vasann og hljóp ađ bílnum... móđur og másandi settisti ég í bílstjórasćtiđ og leit í spegilinn... var ţetta ég?... fjólublátt skelkađ andlit... svitastorkiđ...

...ég vaknađi viđ ţađ ađ kötturinn sleikti mig í framan... úff, hvađ ég var feginn, ţetta var bara draumur...

Ég rölti fram í eldhús á móti rjúkandi kaffiilminum... ţar sat ástin mín og drakk morgunkaffiđ sitt og las blađ... horfđi á mig og sagđi; ći... ertu ţá loksins vaknađur kallinn minn, ég vildi ekki vekja ţig...

... ţú svafst eins og steinn...

.

 Stone-Sets

.

 


Bloggfćrslur 10. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband