Hrísey í kvöldsólbaði
21.6.2008 | 23:17
Tók þessa mynd í kvöld... tekin úr Víkurskarði og út Eyjafjörðinn...
Litli depillinn í miðjunni er skip sem stefnir á Hrísey... vonandi beygði það nógu snemma...
.
.
Og svona leit Goðafoss út í kvöld...
.
.
Dægurmál | Breytt 22.6.2008 kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sessi
21.6.2008 | 18:35
... hvaða áhrif heldur þú að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi á fasteignamarkaðinn...
... veit ekki, kannski hann bara festist í sessi...
... hvað þýðir sessi...
... veit ekki alveg... held það þýði að eitthvað festist á bólakafi í leðju...
... jaaá... jæja, ég verð að rjúka...
... ætlar þú að rjúka... ég hélt að ég ætlaði að rjúka... það ert þú sem átt heima hérna...
... þá átt þú að segja ; takk fyrir kaffið...
... ok - takk fyrir kaffið...
... takk fyrir innlitið og útlitið...
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hættum hvalveiðum.
21.6.2008 | 09:18
Skil ekki af hverju menn eru enn að basla við þessar hvalveiðar. Þetta er atvinnuháttur fortíðar og engin framtíð í því að halda hvalveiðum áfram. Færri og færri íslendingar borða hvalkjöt og Japansmarkaður virðist lokaður, þrátt fyrir einhverja smá sendingu sem fór þangað um daginn af tveggja ára gömlu kjöti.
Miklu nútímalegra er að gera út á hvalaskoðanir.
Hvölum fjölgar náttúrulega ef þeir eru ekki veiddir, en náttúran sér um að jafna leikinn í sjónum eins og annars staðar. Selir eru t.d. ekki veiddir mikið í dag, og ekki hefur þeim fjölgað það mikið að tjón hafi hlotist af. Sumir halda því jafnvel fram að sel hafi fækkað.
Það er bara þegar maðurinn ætlar að grípa inní hringrás náttúrunnar og stjórna stærð hinna ýmsu tegunda sem voðinn er vís.
Hættum hvalveiðum, þær skaða okkur meira en þær gefa okkur.
.
.
![]() |
Komið í veg fyrir hvalveiðar á Faxaflóa í gær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)