Suðupotturinn, leikrit.
29.4.2008 | 20:57
Þetta er leikrit um hjón sem heita Geirsvanur og Bjargey Björt.
Þau eiga þrjú börn, Hannes Hjartar , Bjarna Bljúg og Þorgerði Gerði.
Geirsvanur heyrir frekar illa. Hafði unnið í stálsmiðjum þegar hann var yngri og skemmdi þar í sér heyrnina.
Bjargey Björt er heldur ekki gallalaus. Hún er að mörgu leyti mjög fær en oft er hún fljótfær og hefur lent í mörgum raunum vegna þess.
.
.
Leikritið hefst kl. 17:00 á miðvikudegi.
Bjargey Björt kemur heim, sparkar af sér skónum og ríkur beint fram í eldhús án þess að klæða sig úr jakkanum.
Bjargey Björt kallar: Geirsvanur það sýður í potti á eldavélinni.
Gerisvanur : Ég held nú síður.
Bjargey Björt : Ertu að sjóða síður?
Geirsvanur : Ég held nú síður.
Bjargey Björt : Frakkinn sem þú keyptir í gær í Dressmann, finnst þér hann ekki vera of síður?
Geirsvanur : Ég held nú síður.
Bjargey Björt : Eigum við að fara í bíó í kvöld, Geirsvanur?
Geirsvanur : Ég vil það síður
Nú var farið að þykkna í Bjargey Björt yfir þessum einsleitu svörum Geirsvans.
Hún rauk inn í stofu þar sem Geirsvanur lá uppi í sófa og horfði upp í loftið.
.
.
Í næsta þætti kemur svo í ljós hvort að sýður uppúr milli þeirra hjóna.
Hvað sagði Bjargey Björt við Geirsvan. Heyrði Gerisvanur ekki eins illa og hann vildi vera láta?
Talaði hann af sér?
Og hvað var það sem var í pottinum?
Borða þau saman?
Fer Bjargey Björt ein í bíó?
Og hvar eru blessuð börnin?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)