Bara eitt hjól

... ylhýra málið okkar er fallegt og yfirleitt er ég mjög ánægður með það... þó er eitt og eitt sem pirrar mig... ég er hinsvegar lítið fyrir að vera pirraður, svona yfir höfuð... það er svo orkufrekt og maður frekar leiðinlegur með því...

... en aftur að íslenskunni... hverjum datt í hug að orðið hjólbörur væri ekki til í eintölu, ha? Ég vil breyta þessu og taka upp orðið hjólbara...

Þið sjáið það að á þessu þarfa tæki er bara eitt hjól, og því ekkert nema eðlilegt að segja hjólbara...

Eruð þið, kæru bloggvinir, ekki til í að ganga í lið með mér og berja þetta fallega orð inn í íslenskuna?

HJÓLBARAN lifi!

.

barrow

.

 


Bloggfærslur 28. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband