Persónuleikapróf
25.4.2008 | 11:59
Nú er ég með smá persónuleikapróf fyrir ykkur, kæru hlustendur...
10 spurningar sem eru bæði heimsspekilegar og yfirnáttúrulegar... og hvorki einfalt né tvöfalt svar við...
.
.
Geta konur skeggrætt?
Geta kettir verið hundfúlir?
Hvor selur meira sölumaður eða selur?
Af hverju ýtir maður á slökkvara þegar maður kveikir?
Hvort er betra að vera í sjöunda himni eða áttunda?
Hvort á maður að segja "Ég vor-kenni þér eða... ég haust-kenni þér"?
Hvar er Hannnes?
Hvort er réttara að segja; Stormur í vatnsglasi eða... 40 metrar á sekúndu í vatnsglasi?
Þegar þú ert tilbúin(n), ertu þá alltaf: viðbúin(n), eða síðbúin(n) eða alveg búin(n)?
Er framtíðin liðin?
.
.
Ef þú svarar þessum laufléttu spurningum, þá færðu að vita hvað þú ert af eftirtöldu:
Pappakassi
Papparassi
Sandpappír
Tjörupappír
Djöflaterta
Beygla
Kleina
Tebolla
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)