Hjálp - mig vantar ættarnafn
28.3.2008 | 21:44
... það skiptir miklu máli í hvaða röð maður setur orðin þegar talað er eða skrifað...
Það er ekki sama hvort maður segir aumingja Brattur eða Brattur aumingi...
Annars er ég alltaf að leita mér að eftirnafni... eða svona ættarnafni...
Hef stundum kallað mig Brattur frá Bjarndýraeyju...
.
.
Þá hefur mér dottið í hug eftirfarandi:
Brattur Steinsnar (sko, ég er nefnilega aldrei langt frá mér)
Brattur Obbosí (sko, segi oft obbosí á morgnana þegar ég fer framúr)
Brattur Bóla (sko, er afkomandi hálfbróður Bóluhjálmars)
Brattur Berjalyng (sko, berjalyng er íslenskt eins og ég)
Brattur Minkabani (sko, einu sinni minnkaði ég flugnabanadós)
Brattur Ronaldo (sko, við höldum báðir með Man.United)
Brattur Tröll (sko, er frá Tröllaskaga)
Brattur Skelfilegi (sko, mig langar oft að vera skelfilegur, en hef ekki náð því ennþá)
Brattur Brúnaþungi (sko, ég er ekki brúnaþungur, bara þungur)
Brattur Brattur (sko, þetta gæti verið flott að heita í höfuðið á sjálfum sér)
Brattur Vatnsþeytari (sko, þeyti frá mér vatninu þegar ég er að synda)
Brattur Hananú (sko, það er gott að segja hananú, þegar maður drekkur te)
Brattur Á (sko, er oft að veiða út í á)
Kæru hlustendur, viljið þið hjálpa mér að velja eitt af þessu... eða þá að koma með tillögu frá ykkur sjálfum...
.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)