Gleðin
25.3.2008 | 20:56
... var að velta fyrir mér um daginn hvar Hrollurinn í mér ætti heima... sjá hér.
Nú er ég að velta fyrir mér hvar Gleðin á heima í mér... mér finnst hún eigi heima rétt undir bringspölunum á mér... þegar ég er kátur þá fer allt á fleygi ferð þarna hjá þessu skrítna svæði, bringspölunum...
... hvernig annars í ósköpunum stendur á þessu orði, bringspalir?... getur maður farið að nota þetta orð meira... t.d. ég þarf að skreppa bringspöl eftir hádegið... gæti þýtt; ég þarf að skreppa í næsta hús eftir hádegið...
... en þetta var nú útúrdúr... af hverju verður maður glaður? Jú, oft er það vegna þess að einhver hefur glatt mann með veraldlegum gjöfum... ennþá betra ef sá sem þér þykir væntum gleður þig með fallegum orðum, brosi eða hlýlegu augnaráði...
...ekki síður verður maður glaður ef með sama hætti manni tekst að gleðja aðra...
.
.
Gleðin getur alveg sleppt sér á góðum degi... og kallað fram hlátur og fiðring... og að kvöldi dags ertu kominn með harðsperrur í bringspalirnar... af gleði einni saman...
Gleðilegar stundir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)