Kanínuspjall
1.3.2008 | 23:00
.
.
... heyrðu Sigvaldi, , veistu hvað... ég nenni varla að hafa gulrætur í kvöldmatinn einu sinni enn... mig langar miklu meira í pizzu með pepperoni...
... ég er alveg búinn að fá kanínuleið á gulrótum... eigum við ekki bara hafa pizzu í kvöld...
...jú, Bergrún mín, kaupum okkur líka popp og kók, skellum svo góðri mynd í græjurnar og höfum það virkilega kósí...
... heyrðu Sigvaldi, ertu ekki annars kanína????
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fljúgandi furðuhlutir
1.3.2008 | 10:21
... einu sinni fyrir mörgum árum sjá ég sérkennilegt ljós á lofti... þetta var um haust á björtum og fögrum morgni... ljósið var blátt og hvítt, mjög skært og blikkaði og hoppaði á himninum... ég horfði á þetta svona í 15 mínútur, fór þá inn á skrifstofu þar sem ég var að vinna og náði í vinnufélaga minn... við gengum út og horfðum dágóða stund á þetta ljós... vinnufélaginn er ekki á meðal vor lengur...
.
.
Á þessum tíma var mikil umræða um að fólk sem sæi svona fyrirbæri á himninum væri annaðhvort vitlaust eða þá að það væru eðlilegar skýringar á svona hlutum eða ljósum... ég "tilkynnti" þetta því ekki... enda held ég að það sé engin stofnun á Íslandi sem tekur á móti tilkynningum um fljúgandi furðuhluti., ha... kannski landbúnaðarráðuneytið...
.
.
Hef samt alltaf gaman af því að velta fyrir mér lífi á öðrum hnöttum og hvernig þær verur gætu litið út...
.
.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)