Mér er ekki til setunnar boðið
3.2.2008 | 18:24
... var að velta fyrir mér orðatiltækinu "mér er ekki til setunnar boðið"... getur verið að það sé einhver misskilningur í gangi með þetta???
... venjulega er maður að drífa sig þegar maður segir; mér er ekki til setunnar boðið... og svo er maður bara rokinn...
Ég held þetta þýði: Það er enginn sem bíður mér á klósettið hérna, ég verð því að fara eitthvert annað... og þess vegna er maður að flýta sér svona mikið á næsta klósett...
.
.
... nei, bara svona að pæla...
Klemmukarlinn
3.2.2008 | 12:37
Vignir Sigurpáll vinnur hjá Skattinum... í alla tíð hefur alltaf unnið maður hjá Skattinum sem heitir Vignir, hafið þið ekki tekið eftir þessu?
Vignir Sigurpáll, eða Viggi Palli eins og vinir hans kalla hann... er ofboðslega sérstakur náungi. Ég hef þó alltaf kunnað vel við hann og spjallað við hann þegar ég á erindi á Skattstofuna, eða þá að ég rekst á hann í heita pottinum.
En af hverju er ég að tala um Vigni Sigurpál, jú vinur okkar er sjúkur í klemmur... ég veit ekki um nokkra aðra manneskju sem elskar klemmur eins og Viggi Palli gerir.
.
.
Hann á mörg þúsund klemmur af öllum gerðum; venjulegar tréklemmur, plastklemmur í öllum regnbogans litum og frá flestum heimsálfum. Vinir hans sem eru á ferðalögum kaupa oft handa honum poka af klemmum til að færa honum, því fátt gleður hann meira.
Vignir Sigurpáll þolir ekki þurrkara, þeir fara illa með þvottinn og eyðileggja þann möguleika að hengja þvottinn upp með klemmum. Þegar Viggi Palli þvær þvott... þá hengir hann hverja einustu flík upp með klemmum.
Hann notar gular klemmur á alla sokka, rauðar á skyrtur, svartar á buxur og bláar á naríurnar.
Handklæðin eru eingöngu hengd upp með tréklemmum.
Þegar hann hengir upp gardínurnar sínar, þá eru það silfraðar klemmur frá Puerto Rico sem eru notaðar.
Hann er með verkfærakassa í stöflum í þvottahúsinu þar sem hver tegund og litur er geymd í. Framan á verkfærakössunum er síðan mynd af tegundinni sem er í kassanum.
.
.
Viggi Palli á líka jólaklemmur. Hann hefur málað margar tréklemmur í rauðu og grænu, skreytt með glimmer og notar þær til að hengja upp jólakúlurnar.
Vignir Sigurpáll, hefur kynnt sér sögu klemmunnar og veit að það var Franz Von Klemmenbart sem bjó til fyrstu klemmuna...
Það er stór mynd af Franz Von Klemmenbart í þvottahúsinu hjá Vigni Sigurpáli.
.
.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)