Munar oft mjóu

... stundum er ég að pæla í því hvað það getur munað mjóu að líf fólks verði allt öðruvísi en til stóð...

... maður kemur út úr hattabúð, stígur upp í bílinn sinn, þá hringir gemsinn... hann fer ekki alveg strax af stað og talar í fimm mínútur... síðan keyrir hann áfram... fer yfir á grænu ljósi, sér aldrei bílinn sem keyrir yfir á rauðu... maðurinn deyr... kemur aldrei heim til sína aftur...

... ef gemsinn hefði ekki hringt, þá hefði hann verið fimm mínútum fyrr á ferðinni og ekki lent í þessum árekstri...

.

 hat002

.

... langafi minn drukknaði þegar langamma var ófrísk af henni ömmu minni... munaði rosalegu litlu að ég yrði aldrei til... hugsið ykkur, það er hægt að missa af heilu lífi á auðveldan hátt...

.

 fisherman01_large

 

.

 


Bloggfærslur 25. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband