Verum sjálfbjarga

Undanfarin ár hefur verið rekinn mikill áróður fyrir því að leggja íslenska matvælaframleiðslu af; Lambakjötið, mjólkina og ostana var algjör óþarfi að framleiða á Íslandi, af því að það var svo ódýrt að flytja þessar afurðir inn... ég tala nú ekki um svínakjöts- og kjúklingaframleiðslu... þvílík heimska það var að standa í þeirri framleiðslu hér á landi... sama má segja um íslenskt grænmeti... hættum að framleiða grænmeti, sögðu þessir menn líka... hverjir voru það sem svona töluðu?

Jú, bara fyrir þá sem ekki muna; það voru Baugsmenn sem vildu hætta að framleiða mat á Íslandi.

.

 ostur_emmental

.

Ég hef alltaf verið hlynntur og hliðhollur íslenskum matvælum, þrátt fyrir að ég geri mér grein fyrir því að við komum alltaf til með að framleiða dýrari vörur heldur en stórþjóðir. Markaðurinn er svo lítill að erfitt er að ná hagkvæmni fram.

En það er líka spennandi að framleiða í litlum einingum. Ég þekki nokkrar grænmetisbændur og hef verið í sambandi við þá í gegnum tíðina. Mér finnst gaman að fara í búð og sjá kartöflur, papriku, agúrku, tómata, gulrætur, hvítkál, blómkál, spergilkál, lífrænt ræktað grænmeti o.s.frv. sem eru merktar ákveðnum bónda. Viðskiptavinurinn sér gulrótarpoka og á honum stendur; Gulrætur frá Reykjum í Fnjóskadal. Kartöflur frá Lómatjörn o.s.frv. gæðavörur sem kúnninn vill geta keypt aftur og aftur.

.

 carrot1

.

Grænmetisframleiðslan hér á landi fullnægir engan veginn innanlandsneyslunni. Við flytjum inn  grænmeti í stórum stíl, tómata, agúrkur, papriku o.s.frv. Einnig nær öll svokölluð "pokasalöt" eru flutt inn til landsins.

Grænmetisbændur sem rækta sitt grænmeti í gróðurhúsum hafa í gegnum tíðina þurft að borga mjög hátt verð fyrir rafmagn. Ég hef aldrei skilið það.

.

getfile 

.

Er ekki lag núna að selja þeim rafmagnið á sama verði og stóriðjan er að kaupa rafmagnið á og stórauka framleiðslu á grænmeti? Við gætum haft það fyrir markmið að geta framleitt og selt íslenskt grænmeti allt árið um kring.

Með því að efla landbúnaðinn, viðhöldum við þekkingunni.  Við kunnum þá að búa til mat áfram. Við skjótum rótum undir öryggi okkar og getum lifað af í þessu landi með sæmilegum hætti þó að óvænt áföll dynji yfir.

 


mbl.is Íslendingar birgja sig upp af mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband