Krummi er dáinn
9.1.2008 | 18:09
... þið hélduð kannski að sagan um Krumma væri búin?... það hélt ég reyndar líka, en nei, ekki aldeilis... síðast þegar við fréttum, þá hafði Krummi útbúið sér lítið hreiður í snjónum fyrir utan matvörubúðina... ungi maðurinn sem hafði sópað honum út... færði honum kattamat svo hann hefði eitthvað að maula yfir nóttina...
... Hrafninn, sem nú hafði hlotið nafnið Whiskas... bjó sig undir erfiða nótt... hann sturtaði kattamatnum úr pokanum og skreið ofan í hann... fékk sér tvo þrjá bita í gogginn og hallaði aftur augunum...
... áður en varði var hann kominn í draumalandið... hann dreymdi það væri sumar og hann flaug um loftin blá með báða vængi heila... lét sig svífa í ljúfum vindinum... o, hvað þetta var dásamlegt, frjáls eins og fuglinn... hann langaði ekkert í mat... bara sveif og sveif á sterkum vængjunum, bara eitthvað út í loftið... allir sem sáu til hans vissu að hann var hamingjusamasti Hrafninn í bænum...
.
.
... í morgun þegar ungi maðurinn kom í vinnuna, var það hans fyrsta verk að gá að Krumma... þarna lá hann í pokanum... var enn á lífi... greinilega máttfarinn, en samt með einhvern sælusvip... hann lá þarna fram eftir degi og vissi að daga hans væru taldir... hugsaði hlýlega til unga mannsins sem hafði sópað honum út úr búðinni... hann hafði þó gefi honum mat fyrir nóttina... menn voru þá ekki allir slæmir... hann var sáttur við að deyja á þessum degi...
... núna rétt í þessu komu menn frá "bænum" og skutu Hrafninn Whiskas...
.
.
... þessi saga kennir okkur, ekki neitt...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)