Hrafninn
8.1.2008 | 21:24
... einu sinni var Hrafn... hann hafði lent í því að sofna þegar hann stóð upp á ljósastaur og féll til jarðar... hann vængbrotnaði við fallið... vængbrotinn Hrafn á erfitt með að ná sér í matarbita... það vildi samt svo heppilega til, fyrir Hrafninn, að atvik þetta átti sér stað rétt hjá matvörubúð...
... Krummi greyið fann til í brotinu, en reyndi að koma sér úr birtunni frá ljósastaurnum og bak við búðina, þar sem ruslagámurinn var... þar væri hann í betra skjóli fyrir mannfólkinu og öðrum þeim sem hugsanlega vildu gera honum mein... þar var einnig meiri von á matarögn, því eitt af því besta sem Krummum finnst að borða er rusl...
.
.
... en í kringum ruslagáminn var allt snyrtilegt og ekki matarörðu að finna... Krummi var orðinn verulega svangur þegar lagerhurðin var opnuð... ungur maður gekk út og kveikti sér í sígarettu... reykurinn frá henni liðaðist upp í loftið og ungi maðurinn horfði upp í kvöldhimininn á stjörnurnar... hann var hugsi... allir verða hugsi af og til... það kannast flestir við... gleyma sér í eigin hugarheimi...
... það var enn ein heppni Hrafnsins vængbrotna, í óheppninni... hann notaði tækifærið og smeygði sér inn um lagerdyrnar... váááááá... hér var nægur matur... Krumma leist best á poka með Whiskas kattamat í... reif einn í sundur og smakkaði... já, ekki slæmt "Salmon" stóð á pokanum... hann reif upp tvo poka til viðbótar... "Chicken" og "Tuna"... "Chicken" var langbestur og hann hámaði í sig kattamatinn...
.
.
... allt í einu féll skuggi á Hrafninn... ungi maðurinn var kominn inn og horfði á hann... og gapti... greip sóp og reyndi að sópa Krumma út... Hrafninn varðist fimlega til að byrja með, en að lokum var honum sópað út í kuldann og myrkrið,vængbrotinn greyið...
... þessi saga kennir okkur að best er að mála híbýli sín að vori til...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)