Krían

... Krían er mikill uppáhaldsfugl hjá mér... þar sem ég ólst upp var hálfstálpaður kríuungi kallaður "skjatti"...

... samdi lag og texta fyrr í vetur um hana...  hér kemur textinn...

Krían

Þegar hríð og stormar hvæsa
Þegar niðdimmur veturinn er
Þá ert þú í öðru landi
Óralangt í burtu frá mér

En þú kemur aftur
Aftur og  aftur
Vilt baða þig í birtunni
við blóðrautt sólarlag

.

kria

.

Þú kemur aftur
Aftur og aftur
Þú fögur flýgur
Fimlega hjá mér
 
Þá er sumarið loks komið
Ég kátur í hjartanu verð
Hugfanginn að þér dáist
Þar til þú í haust aftur ferð


Bloggfærslur 6. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband