Bankastjórinn

... jæja...

einu sinni var bankastjóri... hann var þessi venjulegi sem við könnumst svo vel við... um fertugt... kominn með smá kúlu og var með bollukinnar... hann notaði gleraugu, umgjörðin á þeim var svört og þykk...

... hann átti konu sem var ljóshærð...

Börnin voru tvö og svo áttu þau kínverskan hund sem leit út eins og köttur...

.

 11xm2

.

Það var ekki alltaf auðvelt að skilja bankastjórann, því hann var þvoglumæltur, hann talaði svipað og Megas væri að tala færeysku... með allri virðingu fyrir færeyingum, þeim góðu frændum okkar...

Bankastjórinn átti sér leyndarmál... hann hafði alltaf dreymt um að verða ballettdansari...

Í fallegu silfurlituðu boxi inn á skrifstofunni hans heima, átti hann ballettföt... þetta voru reyndar ekki hefðbundin ballettföt, heldur gamaldags, prúsknesk ballföt...

.

 62%20J.H.%20St%FCrmer%20Russ.%20Ballett%20012

.

... þegar konan hans fór á fund hjá Fondú systrum á hverju fimmtudagskvöldi, leyfði hann börnunum að taka mynd á leigu og keypti handa þeim bland í poka, þrjú kíló...

Síðan þegar börnin voru sokkin ofan í myndina og sælgætið, fór hann inn á skrifstofuna sína og náði í ballettkassann...

Kæddi sig í gallann og setti músík á spilarann...
Skemmtilegst þótti honum að dansa við "Die Geschöpfe des Prometheus op.43" eftir Beethoven.

 .... svo dansaði hann á parkettlögðu gólfinu eins og engill...

... og gleymdi gjörsamlega stýrivöxtunum sem hann hafði haft svo miklar áhyggjur af, fyrr um daginn...

 


Bloggfærslur 27. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband