Pípari í basli
26.1.2008 | 17:52
... ég komst að því í dag að ég er lélegur pípulagningarmaður... ég keypti tvenn blöndunartæki í morgun... önnur áttu að fara í eldhúsvaskinn og hin í þvottahúsið...
... ég er eiginlega ekki þessi handlagna týpa...
... jú, jú... þetta byrjaði mjög vel... ég skreið inn í eldhúsvaskaskápinn og byrjaði að skrúfa gömlu tækin í sundur... ég mundi til allrar lukku eftir því að skrúfa fyrir vatnið... inn í skápnum var þröngt að athafna sig og maður allur í einni beyglu...en eftir að hafa ná öllu gamla draslinu í sundur, þá tók við að setja það nýja í staðinn...
.
.
Gekk í raun betur en ég þorði að vona og það var rosalega stoltur strákur sem kom út úr skápnum eftir að hafa verið þar í einn klukkutíma eða svo... horfði á nýju tækin og skrúfaði frá... unun að horfa á heita og kalda vatnið renna og svo var hægt að blanda og fá volga bunu...vá, hvað ég var klár...
.
.
... þá var að taka næsta blöndunartæki sem átti að fara í þvottahúsið... tók það upp úr kassanum, en viti menn... þetta var þá tækið sem átti að fara í eldhúsið... urrggggggg.... ég þurfti því að fara í annað sinn inn í vaskaskápinn og taka röngu tækin í burtu og setja þau réttu í staðinn... ég var sem sagt kominn í kuðung inn í skápinn aftur...
... en eftir puð og streð tókst að skipta um þessi tæki...
... og aftur kom ég aðeins minna stoltur út úr skápnum... og skrúfaði frá... en... sjitt... kalda vatnið bunaði út þar sem kraninn var merktur rauður...
... í þriðja skiptið skreið ég inn í þennan litla skáp og breytti köldu vatni í heitt og öfugt...
... ég er að spá í að setja blöndunartækin í þvottahúsið bara á morgun...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hvert skal haldið?
26.1.2008 | 12:36
... ég hef síðustu daga verið að birta smásögur sem ég hef samið jafn óðum og ég skrifa þær hér á bloggið... þær hafa komið áreynslulaust og ég bara bærilega sáttur við þær...
... nú er ég að spekúlera hvert ég eigi að halda með þetta blogg mitt... nenni ekki að skrifa um fréttir, nógu margir í þeirri deildinni... á ég að skrifa smásögur áfram, á ég að skrifa dagbók, hvað ég er að gera á hverjum degi, á ég að fara að skrifa um pólitík... á ég bara að halda mínu striki eins og ég hef verið að gera... eða á ég bara að fara að hætta þessu?
... hér kemur örsaga að lokum...
... einu sinni var maður sem var gráhærður, hann langaði til þess að láta lita á sér hárið, kolsvart eins og það var í gamla daga... hann dreif í þessu og fór á hárgreiðslustofu...
... þegar búið var að lita á honum hárið, var honum réttur spegill, hann horfði í spegilinn og viti menn...
.
.
... hann var bara ánægður með útkomuna...
... gekk út í sólina og söng "What a wonderful world" í huganum...
....ég hef ekkert heyrt af honum síðan...
... hafði þið nokkuð séð hann?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)