Harðfiskurinn - sönn saga
24.1.2008 | 22:06
... nú kem ég hér með sanna sögu... sem getur þó aðeins verið færð í stílinn...
... eins og allir vita má hvergi reykja innanhúss í dag... fólk hímir í ýmsum skotum og húsasundum að sjúga rettuna, eða fer út á svalir heima hjá sér til að fá sér smók...
... nú er í uppsiglingu nýtt vandamál... HARÐFISKUR...
Kunningi minn er í vanda... honum þykir harðfiskur góður, en hann má ekki borða hann heima hjá sér!
Af hverju ekki? ... jú, konan hans þolir ekki harðfisklykt... á þessu heimili er því ekki borðaður harðfiskur... nema í laumi...
Um daginn fór konan hans í saumaklúbb. Vinurinn hugsaði sér gott til glóðarinnar og keypti sér harðfiskpakka og smjör...
Hann klæddi sig í kuldagallann, tók með sér stól, bjór, harðfisk og smjör... og settist út á svalir... hann naut þess að háma í sig harðfiskinn með miklu smjöri og sötraði bjórinn með... ummm hvað þetta var gott...
.
.
Þegar hann var búinn að éta eitt kíló af harðfiski og smjörið var búið og þrír kaldir bjórar lágu í valnum... Þá henti hann kuldagallanum í þvottavélina, peysunni, nærbuxunum og sokkunum... síðan fór hann í sturtu og þvoði hárið með Nivea sjampói... tannburstaði sig fjórum sinnum með Colgate Sensitive... og skvetti á sig gömlum rakspíra...
... hann sat í sófanum og drakk kaffi og las Moggann þegar konan opnaði dyrnar...
..hæ, skan... sagði hann hlýlega og horfið rannsakandi á hana... hún svaraði ekki kveðju hans, heldur fitjaði upp á nefið og öskraði;
Varstu að éta harðfisk hérna inni, Þrööööstur??????
....úpps, nú missti ég nafnið á manninum út úr mér... þar fór í verra,
þar sem þetta er sönn saga... vonandi lesa hjónin ekki þessa færslu...
... síðan var Þröstur greyið barinn andlega eins og harðfiskur það sem eftir lifði kvölds...
... og eitt er víst, vinur okkar mun aldrei borða harðfisk heima hjá sér framar... hvar endar þetta eiginlega???
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)