Hætta liðin hjá!

... jæja, komið sunnudagskvöld... ljúf og notaleg helgi að klárast...

... ég ætla eiginlega bara að segja frá manni sem var svo sérvitur að hann hafði alltaf kveikt rautt ljós í
bílskúrnum hjá sér á veturna... af hverju... jú, hann átti rauðan bíl og var hræddur um að hann upplitaðist
í bílskúrnum ef hann hefði ekki þetta rauða ljós...
 

red_lantern_646 

.... þessi sami karl byggði efri hæð á einbýlishúsið sitt án þess að fá til þess tilskilin leyfi...hann spurði eftirlitsmenn frá bænum þegar þeir komu og gerðu athugasemd við þessa viðbótar byggingu;... hvað eigið þið eiginlega langt upp?

...
þegar komið var að húsinu hans, þá var þar súla með þremur kúlum á stærð við fótbolta... ein var blá, önnur gul og þriðja rauð... þetta þýddi "Hætta!" að sögn karlsins...

... þegar komið var framhjá húsinu var önnur súla og og bara 2 kúlur... svartar...

.

snooker_black_ballsnooker_black_ball

... þetta merki þýddi "Hætta liðin hjá!"  

Bloggfærslur 20. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband