Teljarinn
11.1.2008 | 20:28
... einu sinni var maður sem var alltaf að telja alla skapaða hluti... hann fór í afmæli, brúðkaup og jarðarfarir og slíkt... og var alltaf að telja hve margir voru viðstaddir...
... það var ógerningur fyrir nokkurn mann að spjalla við hann í margmenni, hann var alltaf gónandi í allar áttir og taldi fólk... hvað segirðu gamli; sagði einhver við hann.... bíddu aðeins... svaraði Teljarinn og svo starði hann í allar áttir benti á fólk og lagði saman í huganum...
.
.
... þegar hann ók bílnum var hann alltaf að telja hvað hann mætti mörgum bílum, hvernig þeir voru á litinn og hvaða tegund... þegar hann fór út á land, þá taldi hann ekki bara bílana sem hann mætti, heldur líka alla girðingastaura, hesta, kýr og kindur...
... einu sinni kom hann að stað þar sem búið var leggja nýjan veg og girðingar allt í kring og líka endurskinsstikur... og búið var að girða gamla þjóðveginn af líka... það var sem sagt allt morandi í girðingastaurum og stikum, eiginlega miklu meira en Teljarinn réð við...
.
.
... í hasarnum við að reyna að telja þetta allt saman, ók hann yfir á öfugan vegahelming, heyrði aldrei flautið í flutningabílnum...
... dagar hans voru taldir...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)