Ég er barnalegur
22.9.2007 | 16:59
... .það eina sem er betra en brauðsneið með hunangi, eru tvær brauðsneiðar með hunangi...sagði Paddington bangsi á sínum tíma... þetta er eiginlega uppáhaldsbrandarinn minn og flestir þeir brandarar sem ég hef gaman af, eru svona barnabrandarar...
... mikið var Guð góður að gefa okkur vatnið, því ef við hefðum ekki haft vatnið, þá hefðum við ekki getað lært að synda og þá hefðum við öll drukknað...
... ég hef sem sagt komist að því að ég er barnalegur... en líklega hafið þið nú bloggvinir og lesendur tekið eftir því fyrir löngu...
... mér finnst gaman að horfa á fótbolta, en ekki hvaða fótbolta sem er... ég horfi eiginlega bara á leiki með Manchester Unided... þá gleymi ég mér alveg... stekk upp úr sófanum og hrópa YESSSS, þegar mínir menn skora... eða gríp um höfuðið og reiti hár mitt þegar illa gengur, en það er sem betur fer mjög sjalgæft... Untied eru svo góðir... svona hegðun fyrir framan sjónvarpið er kannski ekkert mjög fullorðinsleg...
... þegar United vann frækinn sigur á Bayern Munchen árið 1999, þá reyndar fór allt á hvolf hjá mér... við feðgarnir vorum að horfa saman... báðir United menn að sjálfssögðu og Ole Gunnar skorðaði sigurmarkið, við stukkum upp úr sófanum... og öskruðum YESSSSSSSSSSSSSSSSSSSS, dönsuðum um allt stofugólfið og gáfum fimm þar til blæddi úr lófum... hundurinn rak upp gól og faldi sig undir borði, kötturinn stökk út um glugga, lítið barn sem var statt á heimilinu, hafði verið sofandi en vaknaði við lætin og fór að háorga... eiginlega öskra... enda alveg tilefni til, markið var flott og Evrópumeistaratitilinn í höfn...
... en mikið rosalega var þetta gaman... ég hef því ekki gert neitt sérstak í því að hafa gaman að einföldum hlutum... ég ætla bara að halda því áfram... vera bara barnalegur fram í rauðan dauðann....
... eitt að lokum... ég er enn að finna límmiða á skrokknum á mér... í morgun fann ég límmiða með nr. 16 á... síðast var það nr. 8... 2x8 = 16... hvaða númer skildi koma næst og hvaða skilaboð er eiginlega verið að senda mér...???
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)