Með bólu í rassborunni
18.9.2007 | 18:45
... jæja, smá stund með tölvunni minni og ég orðinn sæmilegur í rassinum...
... áður en lengra er haldið þá verður þetta líklegast dónalegast blogg sem Brattur hefur sent frá sér...
... jú, það var þannig að ég vaknaði snemma í morgun, fór í sund og lenti sem oftar í kappi við einhvern kall sem var að reyna að rembast við að fara fram úr mér... eftir smá stund þá sá ég að líklega væri hann bara fljótari að synda en ég og gaf honum stefnuljós og hann brunaði framúr... munaði engu að ég biti í stóru (viljandi) tána á honum þegar hann renndi sér framúr... ég er frekar tapsár... en ég hresstist svo þegar kallskömmin hætti fljótlega að synda... jahá... þollaus þessi, ekkert úthald... enda brjóstkassinn á honum eins og tómur strigapoki og algjört vafamál hvort að hlutir eins og lungu kæmust þarna fyrir... en ég er með stór lungu og Tarzan brjóstkassa... ég sem sagt vann þessa keppni... en kallinn vissi ekkert af því...
... þegar ég var búinn að klæða mig eftir sundið og var að reima á mig skóna, þá fann ég fyrir einhverjum ónotum í afturendanum... gat nú ekki mikið skoðað hvað var á seiði þarna fram í anddyrinu í sundinu... fór út í bíl og keyrði af stað... þurfti að fara í næsta bæjarfélag... á leiðinni reyndi ég að koma hendinni afturfyrir og niður um buxnastrenginn til að athuga hvað það var sem var að meiða mig... ég fann ekkert og hætti þessum æfingum þegar ég var næstum því búinn að keyra út í skurð... en ég var kominn að niðurstöðu... ég var með bólu í rassborunni...
... ég kom á áfangastað og fór beint á klósettið... þar var lítil spegill... en alltof hátt uppi... ég gyrti niður um mig og reyndi að sjá... en spegillinn var bara alltof hátt uppi... þá fór ég að hoppa með buxurnar á hælunum... en það var náttúrulega bara heimskt af mér... gott ef spegillinn fór ekki að hlæja... ég gafst upp... á leiðinni til baka fann ég hvernig bólan stækkaði og stækkaði og ég var farinn að finna virkilega til...
... þegar heim var komið hljóp ég beint inn á baðherbergið þar sem var stór spegill og ég gat skoðað mig allan... og undur og stórmerki... það var engin bóla, heldur límmiði og á honum var talan 8... nú sit ég hérna eitt spurningarmerki...
... hvernig komst þessi límmiði á þennan stað, hvað þýðir talan 8 og ekki síst...
... AF HVERJU FANN ÉG SVONA MIKIÐ TIL...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)