Ævintýri

... einu sinni var lítill kall sem bjó í pínulitlu rauðu húsi inni í skógi... við hliðina á húsinu hans var tjörn... litla kallinn langaði mikið í gullfiska í tjörnina sína... hann lagði því af stað með nokkrar kexkökur og ávaxtasafa í malnum sínum... hann gekk lengi lengi þar til hann kom að fallegri lind... hann spurði lindina; átt þú nokkuð fallega gullfiska til að gefa mér... en af því að hann vissi að lindir tala ekki hátt, þá lagðist hann á bakkann og setti litla eyrað sitt að vatninu... þá heyrði hann tæru lindina tala; nei, kæri vinur, ég á ekki gullfiska handa þér, farðu þarna upp í hlíðina og talaðu við lækinn sem rennur þar, stundum á hann fiska... litli kallinn þakkaði lindinni fyrir svarið og hélt trítlandi af stað til lækjarins...

... þetta var byrjunin á ævintýrinu "Litli karlinn, tjörnin hans og leitin að gullfiskunum"... kannski kemur framhald, kannski ekki... ég er kominn í smá, já bara smá, kannski viku... bloggfrí, verð á svo miklum þeytingi næstu dagana að ég kemst lítið í bloggið... ef ég kemst þá skoða ég ykkur kæru bloggvinir og hendi inn misgáfulegum athugasemdum...


Bloggfærslur 11. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband