Á tindinum

Fátt er skemmtilegra en að sigra sjálfan sig. Nema þegar að maður teflir við sjálfan sig og vinnur, þá er eins og það hafi orðið jafntefli. En að ganga á fjöll og ná tindinum er nautn. Það getur verið erfitt, en þegar upp er náð, þá verður maður voða kátur.

Þann 17. ágúst sl. gekk ég með vini mínum á Múlakolluna í Ólafsfirði. Þetta var erfitt, en mjög gaman, ekki síst þar sem við höfum ekki sést lengi, ég og vinurinn. Og hér eru félagarnir uppi á kollunni, bara ánægðir með sjálfa sig.

... annars er ég rokinn í veiði o.fl. og kem ekki aftur fyrr en á sunnudaginn...

Múli-SiggogGísli


Bloggfærslur 30. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband