Á tindinum

Fátt er skemmtilegra en að sigra sjálfan sig. Nema þegar að maður teflir við sjálfan sig og vinnur, þá er eins og það hafi orðið jafntefli. En að ganga á fjöll og ná tindinum er nautn. Það getur verið erfitt, en þegar upp er náð, þá verður maður voða kátur.

Þann 17. ágúst sl. gekk ég með vini mínum á Múlakolluna í Ólafsfirði. Þetta var erfitt, en mjög gaman, ekki síst þar sem við höfum ekki sést lengi, ég og vinurinn. Og hér eru félagarnir uppi á kollunni, bara ánægðir með sjálfa sig.

... annars er ég rokinn í veiði o.fl. og kem ekki aftur fyrr en á sunnudaginn...

Múli-SiggogGísli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Teflir þú við sjálfan þig ?    Hvor er betri ? 

Anna Einarsdóttir, 30.8.2007 kl. 10:39

2 Smámynd: Brattur

... já, hefur þú ekki prufað það hmm... ég held alltaf með þeim sem er að tapa og læt hann vinna

Brattur, 30.8.2007 kl. 10:43

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Glæsilegt, allataf góð tilfinning að komast á tindinn. Ég er með eina spurningu handa þér og aðra sem ég hef nú þegar fengið samþykkta af Vilborgu....ef þú kíkir á síðuna mína ...væri ég þakklát.

Kv.

Magga

Hulda Margrét Traustadóttir, 30.8.2007 kl. 19:45

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Kæra Magga. 

Brattur er í veiðitúr.  Hann kíkir við um leið og hann kemur heim.

Með kveðju,

Einkaritari Bratts. 

Anna Einarsdóttir, 30.8.2007 kl. 20:26

5 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Hæ Anna, takk fyrir þetta...er að biðla til góðra ljóðskálda, þar sem ég er sjálf að mála myndir...og vnatar aðra sýn á myndirnar mínar, til þess að gera eitthvað öðruvísi en ég er vön...þú skilur.....takk. Magga

Hulda Margrét Traustadóttir, 30.8.2007 kl. 21:02

6 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

En sýnist þú nú nokkuð glúrin sjálf hm hm...Magga

Hulda Margrét Traustadóttir, 30.8.2007 kl. 21:04

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Mér finnst alveg nóg að ganga upp á Hól. Ég held að það sé ekki hollt eldri konum að ganga á fjöll, ég hef heyrt að þær geti jafnvel misst legið, ef hátt er farið.

Svo Hóllinn minn er málið, get boðið ykkur uppá hann þegar við höfum teflt nægju okkar.

 Annars eruð þið Siggi fjallmyndarlegi upp á Múlanum.

Er að fara heim að lúlla, orðin þreytt á öllu þessu streði í vinnunni.  Kvíði samt örlítið að koma heim, þar sem Fram tókst ekki að vinna Keflavík í kvöld.  Ég bý nefnilega við hálfgert íþróttaofbeldi.   Brattur, það styttist í að ég leki maskanum.

Hlakka til!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 30.8.2007 kl. 22:25

8 Smámynd: kloi

Ég vann einu sinni sjálfan mig í bjórþambi, burstaði mig alveg.... ....góður þessi

kloi, 30.8.2007 kl. 23:29

9 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég spila "hearts" í tölvunni, vinn stundum þau Pauline, Michele og Ben......Fjallmyndarlegir var orðið!!!!

Vilborg Traustadóttir, 31.8.2007 kl. 11:59

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Góðir á tindinum. Gott að þið voruð tveir. Blés?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.9.2007 kl. 01:36

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Brattur. Ég brosti þegar ég sá myndina.  Þú ert með eitt það viðkunnalegasta andlit sem ég hef séð. Ég bara varð að brosa á móti. Dettur í hug Connery. Nema þú ert flottari.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.9.2007 kl. 00:34

12 Smámynd: Brattur

Jóna;ég bara bráðna...

Brattur, 2.9.2007 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband