Sundlaugin í Varmahlíð lokuð
5.10.2007 | 00:17
... held hér áfram með smá stemmingu frá unglingsárunum...
...vinur minn kom oft mikið við sögu... hann var alltaf að gera eitthvað skemmtilegt... enda var hann mjög skemmtilegur og uppátækjasamur... aldrei með nein illindi eða svoleiðis... en yfirvaldið var samt ekki alltaf sátt við það sem þessi góði vinur tók uppá... hann var til dæmis alltaf að sulla í vatni og fór oft í sundlaugar, þó þær væru lokaðar, jafnt að degi til sem og að næturþeli... ýmist í öllum fötunum, eða kviknakinn...
... við fórum á böll í Húnaveri og einnig í Miðgarði... rétt hjá Miðgarði var sundlaug....
Sundlaugin í Varmahlíð lokuð.
Þú varst sæll eins og
Adam í Paradís
þegar löggurnar
leiddu þig nakinn
á milli sín
með þetta fræga bros
og afslappaða augnaráð
gegnum mannfjöldann
sólskynið og rykið
inn í Svörtu Maríu
allt sem þú hafðir
unnið til saka
var að synda alsber
frjáls og pínulítið fullur
í sundlauginni
þvílíkur glæpur
þessir skagfirsku
laganna verðir
höfðu greinilega
aldrei heyrt
minnst á
Woodstock
Ljóð | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)