Sundlaugin í Varmahlíð lokuð

... held hér áfram með smá stemmingu frá unglingsárunum...

...vinur minn kom oft mikið við sögu... hann var alltaf að gera eitthvað skemmtilegt... enda var hann mjög skemmtilegur og uppátækjasamur... aldrei með nein illindi eða svoleiðis... en yfirvaldið var samt ekki alltaf sátt við það sem þessi góði vinur tók uppá... hann var til dæmis alltaf að sulla í vatni og fór oft í sundlaugar, þó þær væru lokaðar, jafnt að degi til sem og að næturþeli... ýmist í öllum fötunum, eða kviknakinn...

... við fórum á böll í Húnaveri og einnig í Miðgarði... rétt hjá Miðgarði var sundlaug....

 

Sundlaugin í Varmahlíð lokuð.

Þú varst sæll eins og
Adam í Paradís
þegar löggurnar
leiddu þig nakinn
á milli sín
með þetta fræga bros
og afslappaða augnaráð
gegnum mannfjöldann
sólskynið og rykið
inn í Svörtu Maríu

allt sem þú hafðir
unnið til saka
var að synda alsber
frjáls og pínulítið fullur
í sundlauginni

þvílíkur glæpur
þessir skagfirsku
laganna verðir
höfðu greinilega
aldrei heyrt
minnst á
Woodstock

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Bara snilld - eithvað hefur maður heyrt svona lagað áður - átti alltaf draum um að komast í sundlaug á Íslandi á fylleríi en tókst ekki fyrr en ég var orðin háöldruð og var þá í Danmörku en það var ansi gaman.

Edda Agnarsdóttir, 5.10.2007 kl. 15:42

2 Smámynd: Brattur

já,  Edda það gat verið fjör í ólöglegum sundlaugaferðum... verst hvað löggan var alltaf að skipta sér að þessu... maður getur jú þurft að baða sig á öllum tímum sólarhringsins...

Brattur, 5.10.2007 kl. 18:21

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Mikið held ég að sé gaman að vera vinur þinn Brattur

Halldór Egill Guðnason, 5.10.2007 kl. 20:10

4 Smámynd: Halla Rut

Það hefur verið stuð.

Halla Rut , 5.10.2007 kl. 20:50

5 Smámynd: Brattur

... já... Kristjana... grallari var ég og er... en samt voða góður strákur... ... inn við beinið...

Brattur, 5.10.2007 kl. 20:58

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það væri gaman að safna saman gömlum sögum okkar kynslóðar um djamm og daður í sundlaugum utan hefðbundins opnunartíma og við mismunandi birtuskilyrði. Það yrði skrautlegt safn...

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.10.2007 kl. 23:14

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já ég tek undir með Guðnýju, eigum við ekki bara að byrja á sundlaugarsögunum?

Edda Agnarsdóttir, 6.10.2007 kl. 11:53

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Góð hugmynd Guðný. Eflaust margar skemmtilega sögur til af "ólöglegum" sundlaugarferðum.

Halldór Egill Guðnason, 6.10.2007 kl. 21:39

9 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ég átti líka svona vin.

Hann býr núna í Brasilíu. Hann hefur því miður oft verið í fangelsi vegna fíkniefna og síðast þegar ég frétti var sonur hans dæmdur í fangelsi í Brasilíu vegna fíkniefna smygls. Talandi um erfðasyndina.

Þessi gamli vinur minn var (og er?) góður drengur!

Ásgeir Rúnar Helgason, 6.10.2007 kl. 22:00

10 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Sumarið 1992 fór ég í sundlaugina í Varmahlíð. Ég var þarna ásamt vinum mínum í hestamannafélaginu Geysi.  Já, við vorum þarna þrjár saman rétt áður en lauginni var lokað, og vorum við reknar uppúr.  Eitthvað lá starfsfólkinu á. því það var skrúfað fyrir vatnið í sturtunum, og við stóðum þarna naktar með sápuna í hárinu.  Ég, systir mín og vinkona(margfaldur Íslandsmeistari í hinum ýmsu greinum hestaíþróttarinnar) dóum ekki ráðalausar, heldur hlupum við sem leið lá, í laugina á Evuklæðum einum fata.  Kallað var á lögreglu, þar sem við særðum blygðunarkennd starfsmanna og þeirra sem gaman höfðu haft af því að fylgjast með okkur stöllum.

Við sluppum við að sitja fangageymslurnar um nóttina og svei mér þá ég held ég geti fullyrt að lögguræflunum hafi þótt gaman og sjaldan séð eins flottar kroppalínur í Skagafirði.

Fyrirgefðu Brattur minn, en þetta rifjaðist bara upp fyrir mér þegar ég las þitt fallega ljóð.  Svo er ég í 4. sporsvinnu núna og þar segir að maður eigi að gera rækilegt og óttalaust reiknisskil á lífi sínu. Takk fyrir mig og hlakka til að hitta ykkur 9. nóv

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.10.2007 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband