Orðin krufin
29.10.2007 | 19:57
Sælir, kæru hlustendur og velkomnir að viðtækjunum... þetta er þátturinn "Orðin krufin"... annar kapítuli...
... þekkt er að fólk notar dýrategundir sem annaðhvort uppnefni á annað fólk, eða hrós...
... þú ert nú meiri asninn er líklega mest notaða orðið þegar einhver er hálfgerður sauður... svo eru orð eins og asnaprik... þar sem búið er að tálga asna úr spýtu... og sá er ekki eins mikill asni og sá sem er úr holdi og blóði...
... eru kindur heimskar; sagði konan við manninn sinn,... já lambið mitt svaraði maðurinn hugsunarlaust... svona menn eiga náttúrlega ekki að hafa bílpróf... það finnst mér... jafnréttissinnanum a.m.k.
... þá er api sérstaklega vinsælt orð í þessu samhengi... ég myndi vilja uppfæra þetta og segja... þú ert nú meiri Órangútinn Gunni... þá gæti Gunnar í sjálfu sér verið allt í einu : asni - sauður - asnaprik - lamb og api... Gunnar ekkert meint til þín... bara notaði nafnið þitt í þessu dæmi af því ég veit þú ert ekki viðkvæmur... þó þú sért kannski heldur ekkert lamb að leika sér við....
... Páfagaukurinn er alltaf ofarlega... skarfur... spói,en aldrei t.d. Blesönd...get alveg séð fyrir mér ákveðna tegund af konum sem þetta orð mætti hafa yfir... ekkert neikvætt.... klæðaburðurinn bara svolítið spes....
Svo eru það sjávardýrin... ég er syndur eins og selur, frekar jákvætt... en mætti alveg vera blöðruselur, ... þá er maður orðinn fitubolla.... svo er einhver annar algjör þorskur... af hverju hættum við ekki að segja "þorskhaus"... og segjum frekar... þú ert nú meiri "Skötuselshausinn", það er miklu áhrifameira...því flestir þekkja forljótan hausinn á þeirri skepnu...
... svo þegar við förum að segja eitthvað fallegt, þá erum við komin í jurtaríkið, elsku blómið mitt, elsku rósin mín...
... ekki víst að það félli í jafn góðan jarðveg að segja... elsku Biðukollan mín, elsku Gulmaðran mín... þú ert algjör Götubrá... ég dýrka þig elsku Garðabrúðan mín.... það finnst mér sætt...
... konur gætu síðan notað orð við karlmenn eins og...
... elsku Hanakamburinn minn... dásamlegi Helluhnoðrinn minn.... eða jafnvel helv... Haugarfinn þinn... ef að illa liggur á...
... kæru hlustendur, hættið að skamma skammdegið, það er búið að skamma það nóg í gegnum tíðina...
og munið... það blæðir ekki inn á það sem ekki er til...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)