Færsluflokkur: Ljóð
Er hægt að kenna gömlum hundi að sitja?
23.7.2007 | 20:07
.... það er skrítið að eldast, það er eins og maður fari ofar og ofar og horfi niður til baka á allt það sem hefur gerst í lífinu... og tímabilin skiptast í margar ólíkar persónur... sumar vildi ég bara alls ekki vera í dag!
En það sem er kannski merkilegast, að með aldrinum verð ég svo sveigjanlegur með, ja bara allt... eins og örmjór asparræfill í vindi... bogna ég undan honum, leyfi honum að vaða hjá, og svo rís ég upp aftur og brosi framan í sólina... mér finnst stundum allt að því óþolandi hvað ég er umburðarlyndur...
... ég held nefnilega að það sé enginn vandi að kenna gömlum hundi að sitja, því hann er búinn að reyna svo margt að hann veit að það er ekki til neins að spyrna við fótum...
... ég er að æfa mig á honum Kát... alltaf þegar ég kippi sláttuvélinni í gang, þá stekkur ljónið á vélina og geltir... það þýðir ekkert að hrópa á hann og segja honum að hætta... nei, nú er komið nýtt trix sem ég er að þróa, það er hvíslið... nú sting ég andlitinu upp í eyrað á vini mínum og hvísla; elsku Káturinn minn, ekki stökka á vélina þegar ég set hana í gang... og ég finn að hann hlustar... hann leggst niður og horfir á eins og í dáleiðslu... ooh hvað ég er ánægður með hann og mig og garðurinn verður svo fallega sleginn á eftir...
Æskuást.
Forðum
í sveitinni
lá ég
í grasinu
ósnortinn sveinn
sólin
kyssti mig
hátt og lágt
mín fyrsta æskuást
Ljóð | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (109)
Ellefta ljóðið
18.7.2007 | 19:22
Áður en ég hef niðurtalninguna í ljóðakeppninni, birti ég hér ljóðið "Ný frú" eftir hana Imba la´Douche, en í yfirferð minni stökk ég óvart yfir hana Imbu... ljóð hennar á virkilega skilið að keppa í úrslitahópnum, eða finnst ykkur það ekki?
Ellefta ljóðið, kemur því hér á elleftu stundu:
Nýbökuð frú.
Ofvirk Anna Einars er,
því er ekki að neita,
Með ofsa látum konan fer.
keppnisfólki að leita.
Þar sem kominn er nýr dagur og partýið senn á enda.
ræ ég á önnur mið og leita nýrra kennda.
Í bólið til karlsins læðist ég nú,
og haga mér eins og nýbökuð frú.
Guð gefi ykkur öllum góða nótt og sofið rótt.
Hittumst kát og hress í fyrramálið með nýjan þrótt
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Bréf frá Svíþjóð
12.7.2007 | 22:09
Ásgeir bloggvinur minn frá Húsavík, en býr nú í Svíþjóð var að senda mér bréf...í þemanu "skáldað upp í bloggvini"...
Til að fyrirbyggja allan misskilning, þá skrifaði Ásgeir ekki þetta bréfkorn í ljóðrænu formi, heldur legg ég honum þetta í munn... eins og með aðra mína bloggvini og jafnvel fyrir utan þann hóp sem ég hef gert slíkt hið sama við, þá vona ég að fólk taki þetta ekki illa upp og fyrirgefi mér þennan leik...
Ég get verið duglegur
en vinnuþjarkur
er ekki kannski ekki beint
þegar ég er að sinna
ákveðnu verkefni
þarf ég mikið næði
ég loka gluggum og hurðum
slekk á símanum
og dreg gluggatjöldin fyrir
meðan tölvan er að koma upp
lygni ég aftur augunum
fitla við skeggið
og svo er ég kominn í gang
Kveðja, Ásgeir
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Nútíma Neró
10.7.2007 | 22:36
... það er rosalega langt síðan að ég setti ljóð í fyrsta skiptið inn á netið... þá var netið ekki eins og það er í dag... þetta var bara texti... engar myndir og ekki grunaði mig þá hvernig þetta net myndi þróast... en þetta fréttist eitthvað smávegis og Ríkisútvarpið kom og tók viðtal við mig... þetta þótt nokkuð merkilegt... ég fylgdi þessu þó ekki eftir og nú ansi mörgum árum síðar er ég hér á þessari síðu að henda inn einu og einu ljóði frá því í gamla daga og nýlegri textum...
Þau fáu ljóð sem ég setti á netið þarna aftur í tímanum voru einnig þýdd yfir á ensku af enskukennaranum mínum, Guðbrandi Gíslasyni...
Hér er sýnishorn:
Nútíma Neró.
Sötrar kaffi
og Courvoisier
uppí sófa
lygnir aftur augum
hlustar á blús
úr Bang og Olufsen
meðan mannkynið
grefur eigin
gröf
... og svo á ensku...
Nero updated.
Sipping coffie
and Courvoisier
Reclinging on the sofa
Shut his eyes
Listen to the blues
through Bang & Olufsen
While humanity
unspeakably exhausted
Keeps feeding the flames
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Þættinum hefur borist bréf
5.7.2007 | 20:33
Alltaf þegar ég er ein heima
kaupi ég mér grafinn lax og humar
kasta hvítvínsflösku í kalt bað
fylli gamla mosagræna vaskafatið sem
hún amma mín átti af vel heitu vatni
set nokkra dropa af barnaolíu útí
gæði mér á ljúffengu fiskmetinu
og ristuðu brauði
í fótabaði
og horfi á Greyhound day
Kveðja, Vilborg
Ljóð | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Enn eitt meistaraverkið
23.6.2007 | 09:12
Hér kemur enn eitt meistaraverkið frá mér... bókmenntafræðingar munu eflaust halda því fram að ævi mín kristallist í þessu verki... og kannski er það rétt hjá þeim... lagið við textann er á spilaranum....
Hann gerir það vel.
Hann syngur fyrir frægðina
Hann syngur fyrir frægðina
Hann syngur fyrir frægðina
Og veit hann gerir það vel
Hann spáir fyrir veðrinu
Hann spáir fyrir veðrinu
Hann spáir fyrir veðrinu
Og veit hann gerir það vel
Hann veit
Hann veit
Hann gerir það vel
Hann veitt hann veit hann gerir það vel
Hann veit að sólin er heit
Dúbi dúbi dúbi dúbi dú
Dúbi dúbi dúbi dúbi dú
Hann bakar stundum heilsubrauð
Hann bakar stundum heilsubrauð
Hann bakar stundum heislubrauð
Og veit hann gerir það vel
Hann sefur lengi á morgnanna
Hann sefur lengi á morgnanna
Hann sefur lengi á morgnanna
Og veit hann gerir það vel
Hann veit
Hann veit
Hann gerir það vel
Hann veitt hann veit hann gerir það vel
Hann veit að sólin er heit
Dúbi dúbi dúbi dúbi dú
Dúbi dúbi dúbi dúbi dú
Ljóð | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eilífðin
17.6.2007 | 22:44
Eilífðin.
Ég er ekki til
en þó merkust af öllu.
Þið vitið hvað ég heiti
en skiljið mig ekki.
Þið óttist mig
ég er eilífðin
og vef ykkur örmum.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fjallið
17.6.2007 | 00:36
Hér er textinn við lagið Fjallið sem er hérna á spilaranrum hjá mér. Það eru hinir geðþekku sjóarar í Roðlaust & Beinlaust sem syngja með.
Fjallið.
Sjáðu fjallið þarna er það
Það er svo hátt þú varla sérð það
Hirtu ekki um kaldann vindinn
Haltu þráðbeint upp á tindinn
Þétt er morgunþokan gráa
Fjallið gerir menn svo smáa
Ekki yfir striti kvarta
Fylgdu alltaf þínu hjarta
Brött er brekkan vörðuð grjóti
Öll er leiðin uppí móti
Á grýttu fjalli margur týnist
Það er lengra upp en sýnist
Um kvöld á fjallsins tindi stendur
Horfir yfir höf og lendur
Af þér heitur svitinn bogar
Himinhvolfið allt það logar
Ljóð | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)