Snúður og bakari
10.11.2008 | 20:53
Það er algengt að rugla saman orðatiltækjum, orðtökum og málsháttum. Hér eru nokkur dæmi um slíkt ásamt nokkrum nýsmíðum.
Engin fer óbarin á biskup .
Oft er í holti heyrnalaus ær.
Að skjóta Stelk í bringu.
Hvernig datt þér að kaupa þessa skó í hug?
Hvar væru gleraugu án eyrna?
Oft veður Brattur bakkafullan lækinn.
Kanntu að skalla Grímur?
Að flengja bakara fyrir snúð.
.
.
Oft er spælt egg fúlt.
Sá er ríkur sem á kvölina.
Guð veit hvar við syngjum Heims um ból.
Oft segir ræðinn maður fátt.
Oft fer súpuhundur á súpufund.
Sjaldan hrýtur vakandi hátt.
Ekkert jafnast á við góðan dag nema ef vera skyldi nýr rauðmagi.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Næstumþvískáldið 2. kafli - sögulok
9.11.2008 | 11:05
... nú kemur framhald sögunnar... þeir sem misstu af fyrri hlutanum geta lesið hann hér.
Þegar Sigmundur Þorkelsson hafði flutt ljóðið, stakk hann upp í sig bita af Toblerone og gjóaði augunum til Haugsins...
Haugurinn tók Púrtvínflöskuna og saup hressilega á ... lagðist svo á bakið í grasið, horfði til himins...
.
.
Sigmundur, Sigmundur... nú gerir þú mig stór-stór skáldið að litlum kalli... þetta er lang fallegasta ljóð sem ég hef nokkru sinni heyrt... Sigmundur brosti út að eyrum... en svo hvarf brosið með það sama... hann sá að tár runnu niður kinnar Haugsins...
Elsku karlinn, ertu að gráta... sagði Sigmundur... Haugurinn svaraði engu... en saup aftur á Púrtvíninu...
Viltu ekki segja Simma hvað er að, sagði Sigmundur eins blíðlega og hann gat... Annars var það ekki hans sterka hlið að vera blíðlegur... hann var yfirleitt helvítis trunta í framkomu við aðra... en nú lá mikið við... hann var nýbúinn að fara með ljóðið sitt fyrir Hauginn og Haugurinn hafði farið að gráta, því honum fannst það svo fallegt.
.
.
Það er ekkert að, svaraði Haugurinn eftir langa þögn... ég vildi bara að ég hefði ort þetta ljóð sjálfur... öll mín ljóð verða brennd í kvöld... en Sigmundur Þorkelsson, þú heldur áfram að yrkja og ég tek að mér að gefa út ljóðabókin þína fyrir næstu jól... þú ert ekkert annað en nýr Steinn Steinnarr... þú ert eina von þessa lands Sigmundur...
Sigmundur Þorkelsson horfði ofan í tóma púrtvínsflöskuna, hann fann fyrir mikilli ábyrgð sem lagðist á axlir hans, báðar... Haugur, sagði hann, eigum við samt ekki að fara í Ríkið fyrst og kaupa okkur aðra flösku?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sig valdi
8.11.2008 | 15:06
Einu sinni voru bræður sem hétu Valdi og Sigvaldi...
Þeir voru mjög líkir i útliti en ólíkir að öðru leyti.
Þegar þeir voru að leika sér með öðrum krökkum, þá valdi Valdi sig alltaf fyrst í lið... en Sigvaldi valdi sig ekki... en svo fengu þeir sér báðir súkkulaðiís á eftir.
Þessi stutta saga kennir okkur hversu líkir ólíkir geta í raun og veru verið án þess að ætla sér það.
.
.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Spæld egg eru hættuleg
8.11.2008 | 11:22
... var að lesa grein sem fjallar um það hversu hættuleg spæld egg eru eldra fólki...
Gerð var tilraun, annarsvegar á fólki sem var 25 ára gamalt og hinsvegar á fólki sem var 85 ára...
Fólkið borðaði spæld egg í morgunmat í 1 ár.
15 árum seinna var unga fólkið enn við hestaheilsu... en allt gamla fólkið var dáið.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Að nýta tímann
6.11.2008 | 22:12
... öll vitum við að tíminn er dýrmætur... eftir því sem ég eldist verður hann mér dýrmætari... það er talað um að við sóum tímanum ef við erum að gera eitthvað ómerkilegt eða jafnvel að við drepum tímann þegar við erum að dunda okkur við eitthvað meðan við bíðum.
Það er í sjálfu sér allt í lagi að hangsa í frítímanum... vera latur... hvílast... það er ekki sóun.
Svo getum við nýtt tímann vel.
Indíánarnir spurðu hvíta manninn þegar hann var alltaf að líta á klukkuna... af hverju eruð þið alltaf að líta á klukkuna? Tíminn er það eina sem nóg er til af.
.
.
Það getur vel verið rétt hjá indíánunum... en okkur, hverju og einu er skammtaður ákveðinn tími... til allrar lukku vitum við ekki hve mikill hann er, tíminn sem okkur er úthlutaður... myndum við lifa öðruvísi ef við vissum nákvæmlega hvenær við yfirgæfum þessa jarðvist? Já, það er möguleiki... en svo væri komið að síðasta deginum okkar... hvernig vildum við verja honum? Ég held að flestir myndu svara; Hjá þeim sem mér þykir vænst um.
En ef það væri svo komið að síðasta degi þess sem okkur þykir vænst um? Jú, við myndum gera allt, nákvæmlega allt fyrir þá manneskju þann dag. Við myndum kalla það besta fram í okkur og vera óendanlega góð.
Ég held ég sé að reyna að segja; reynum að vera þeim sem næst okkur standa óendalega góð á hverjum degi... eins og þetta sé síðasti dagurinn sem við fáum að njóta samvista við þau.
Nýtum tímann vel.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kú er mikilvæg
5.11.2008 | 22:45
Kú er merkilega nauðsynleg í okkar ylhýra máli... hugsið ykkur ef kú væri ekki til...
kú-men
kú-fiskur
kú-reki
kú-kur
kú-venda
kú-fullur
kú-skel
kú-nni
kú-l
kú-ttmagi
kú-ldrast
kú-stur
kú-tur
kú-ga
kú-bein
kú-ba
kú-ra
kú-faður
kú-lupenni
kú-nst
Nú er ég kú-guppgefinn...
Hvar værum við án kú?
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Uppáhalds liturinn
4.11.2008 | 19:33
Öll sú litadýrð sem Guð oss gaf
Grænu túnin og dimmblátt haf
Bleikan himinn og fjöllin gráu
Tunglið gula og blómin bláu
Hann gaf mér þig, sem ert mér góð
Eins og sólin bjarta, falleg, rjóð
Í hjarta mínu ást ég heita finn
Þú ert uppáhalds liturinn minn
.
.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Davíð og Geir
3.11.2008 | 20:59
... jæja, eru mánudagskvöld ekki brandarakvöld?... láttu nú einn flakka gamli skarfur...
.
.
... einu sinni voru tveir kallar... þeir hétu Davíð og Geir... þeir voru mikli brandarakallar...
Einu sinni hittir Geir, Davíð og segir;
Davíð, ertu fiskur?
Nei, auðvitað er ég ekki fiskur, svarar Davíð og snýr upp á krullurnar sínar.
Davíð... ertu kannski fugl? spyr Geir áfram rembist við að halda niðri í sér hlátrinum.
Geir... hvað er að þér maður... að sjálfssögðu er ég ekki fugl... segir Davíð og lítur til himins.
En Davíð segir Geir;
... þá ertu hvorki fugl né fiskur.
.
.
.
Þessi var æðislegur... meira - meira - meira - meira.....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Endur-sögur
2.11.2008 | 21:56
Hér er að renna úr hlaði þátturinn ; Endur-sögur... kem til með að birta eldri sögur sem ég hef áður birt á á blogginu... hér kemur sú fyrsta:
Berjamaðurinn.
... einu sinni var maður sem hafði yndi af því að fara í berjamó...
Berjatíminn á Íslandi er stuttur... kannski fjórar vikur eða svo...
Í ágúst og fram í fyrstu frost í september..
Yfir vetrartímann skoðaði hann myndir af berjamóaferðum sínum frá
árinu áður, borðaði bláberjasultu með ostum og drakk berjasaft með...
Berjasaftin var samt ekki venjuleg berjasaft eins og þú og ég þekkjum hana...
Berjamanninum hafði tekist að búa til eðalvín úr krækiberjum og bláberjum...
17% sterkt vín...
.
.
Hann var því oft rallhálfur að skoða myndirnar sínar og merkja inn á GPS
staðsetningartækið sitt hvar bestu staðirnir voru... hann passaði sig alltaf
á því að leggja bílnum langt frá þeim stað þar sem hann tíndi berin...
Enginn mátti vita hvar besta berjalandið var...
Hann notaði ekki berjatínu, það var glæpur, sambærilegur við það hjá veiðimönnum og að húkka laxinn... menn sem húkka lax eru ekki hátt skrifaðir hjá öðrum veiðimönnum...
Einu sinni þegar okkar maður var búinn með fulla flösku af berjavíni og var
orðinn rjóður í framan, var bankað á útidyrnar... berjamaðurinn stakk upp í
sig Carr's tekexi og ostbita með bláberjasultu ofaná... hélt á flösku númer tvö í hendinni og tappatogara og fór til dyra...
.
.
Fyrir utan voru tveir snyrtilegir ungir menn að selja Jesúsblöð... viljið þið
ekki koma inn strákar og fá ykkur berjavín með mér; sagði berjamaðurinn
Ungu mennirnir skildu ekkert í íslensku, en gátu þó sagt; "fimmhundruð krónur"...
Nei, nei, sagði okkar maður... það kostar ekki neitt... komið þið bara inn á
skónum og smakkið á þessu víni með mér... drengirnir skildu bendingar mannsins
og gengu inn í stofu... berjamaðurinn hellti í glös fyrir þá og sagði;
Skál, drengir!
Síðan sýndi hann þeim myndirnar úr berjamónum og þeir sýndu honum á móti Jesúsblöðin.
.
.
Þið eruð frábærir, strákar, sagði berjamaðurinn við trúboðana... nú komið þið bara
next autumn og pikkið nokkur berries with me... but you may only use your naked hands...nó machines!
If you do that, then I can sell Jesus papers for you... OK?
.
.
Þetta var sagan um það þegar berjamaðurinn gerðist trúboði.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lang bestur
2.11.2008 | 11:32
... Ferguson er náttúrulega algjör snillingur... og skemmtilegur er hann þegar hann er í þessum ham... hann lætur engan eiga neitt inni hjá sér... og húmorinn í lagi...
Margir andstæðingar M. United hafa skotið fast á hann og kallað hann elliæran vitleysing, hann sé búinn að vera o.s.frv. Ferguson lætur hinsvegar verkin tala á stigatöflunni...
.
.
Annars líst mér rosalega vel á liðið... leikurinn í gær við Hull var mjög góður og hefði alveg eins geta farið 11-0 eins og 4-3 ... uppskera gærdagsins fín... sigur hjá United, Liverpool og Arsenal tapa og Ísland með gott jafntefli á móti Noregi í handboltanum.
Er alveg handviss um að Manchester vinnur titilinn heima fyrir. Liverpool eiga eftir að fara á taugum og hafa ekki nógu góðan mannskap, hef ekki áhyggjur af Chelsea... vantar allan karakter í það lið og Arsenal virðist þegar í vandræðum.
Vissulega fer að styttast í ferilinn hjá Ferguson... þá fyrst fer maður að hafa áhyggjur af framhaldinu... það verður ekki auðvelt að taka við af honum... vildi helst sjá fyrrum United mann taka við t.d. Mark Hughes...
En meðan kallinn er enn ferskur og hinn frægi hárblásari hans fer endrum og eins í gang, er ég áhyggjulaus.
.
.
![]() |
Ferguson tilbúinn í slag við Real Madrid |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)