Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Letinginn
13.6.2009 | 01:30
Einu sinni var maður sem var svo latur að hann var kallaður Hreinn heitinn.
Þegar hann dó þá vissi fólk ekki alveg hvernig það ætti að tala um hann því hann hafði verið heitinn allt sitt líf.
Þess vegna sagði fólk bara þegar það talaði um hann ; Þegar hann Hreinn heitinn, heitinn var á lífi...
Þessi saga kennir okkur að við skyldum alltaf taka daginn snemma ef við vöknum fyrir hádegi.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hann gat aldrei neitt.
11.6.2009 | 13:03
Við áttum spjall um þetta langt frá á nótt við Sir Alex... drukkum rauðvínið stíft og veltum hlutum upp...
Á endanum sagði ég; Sir Alex, látum Ronaldo bara fara, hann gat hvort sem er aldrei neitt...
Mr. Bratt my friend, are you sure ? jess æm súr, svaraði ég... but who can replace him Mr. Bratt ? Eidur, svaraði ég ... he is available... Ædur... ok not bad... we can get him for one million pounds... do you have his numer ?
Nú er ég að leita að gemsanúmerinu hans Eiðs... einhver sem getur hjálpað ?
.
.
United hefur tekið tilboði frá Real Madrid í Ronaldo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ostamaðurinn
7.6.2009 | 23:12
Einu sinni var maður sem elskaði osta. Honum fannst hreinlega allir ostar lostæti.
Ísskápurinn heima hjá honum var fullur af ostum. Mygluostum, götóttum ostum, frönskum brúolla ostum, belgískum brúar ostum og ítölskum Cacciocavallo.
Það var ostur í morgunmat. Það var ostur í hádegismat. Það var ostur með kaffinu. Það var ostur með kvöldmatnum og kvöldkaffinu. Ef hann vaknaði á nóttunni sem var eigi frekar mjög algengt, þá fór hann fram í ísskáp og náði sér í ostbita.
Það þarf ekki að taka það fram á þessu stigi málsins en ég geri það engu að síður fyrir lesendur sem gætu átt erfitt með að skilja það, að þessi maður átti enga konu.
Ostamaðurinn hafði aldrei borða vondan ost. Mmm... sagði hann og malaði þegar hann komst yfir nýjan ost... delissíus uss uss uss... mmm...
.
.
En eins og flest ostafólk veit þá fylgir rauðvín oft ostaáti og þessi maður, sem enga konu átti eins og þið hafið nú með heiðarlegum hætti verið upplýst um, drakk mikið af rauðvíni með ostunum.
Hann var því oftar en ekki, þó ég taki nú ekki djúpt í árinni eða djúpristi ekki brauðið meira en þarf, oftast rallhálfur nótt sem nýtan dag.
Þessi saga gæti þess vegna orðið heilt ritverk, bókmenntaverk og tímamótaverk. En hún ætlaði sér aldrei að verða annað en smásaga sem fellur fljótt í gleymskunnar dá og það verður hún hvaða skoðun sem þú kannt að hafa á því lesandi góður.
Þess vegna segjum við ekkert frá vandræðum ostamannsins í samskiptum sínum við skattinn og bifreiðaeftirlitið og heilbrigðiseftirlitið og meindýraeyðinn. Né heldur frá ævintýrum hans þegar hann málaði þakið hjá sér og var í heila viku upp á þaki með ostakröfur og kassa af Goose Ridge.
Þetta var í sömu vikunni og hreinsunarátak var í hverfinu sem endaði með grillveislu á númer 5 og Malla tannlæknisins datt á hausinn og braut í sér framtennurnar.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Er ekki alltaf glæta í myrkrinu ?
7.6.2009 | 10:36
Finnst þetta bara gott innlegg í daginn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Himnaríki
6.6.2009 | 20:57
Þetta nótt skildi hann
Hvernig alheimurinn hefði orðið til
Stórihvellur
Stjörnuþokurnar
Og allir litirnir
sem höfðu kurlast út í geiminn
Við fæðinguna
Hann gekk út á veröndina
dró að sér svalt næturloftið
Honum fannst hann hafa stigið
Inn fyrir hlið Himnaríkis
Þar sem rósir og túlípanar
breiddu úr sér
Dökkrautt og gult
Svo langt sem augað eygði
Inni sá hann skugga hennar
dansa á panilveggnum
Í útvarpinu
söng engill
himneskan sálm.
.
.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Brattur Lama
6.6.2009 | 11:30
Gaman að heyra í mönnum eins og Dalai Lama. Hefur sína Buddha trú en segir jafnframt að hver megi hafa sína trú og enginn trú sé betri eða réttari en önnur.
Vildi að Dalai Lama hefði tekið Alþingismenn á hraðnámskeið í umburðalyndi og víðsýni. Gjörsamlega óþolandi að heyra og sjá hverja höndina upp á móti annarri á Alþingi þessa daganna.
Getur fólk ekki snúið bökum saman og reynt að ausa sökkvandi dallinn ? Ef ekki næst samstaða hjá þessu fólki um það þá verður önnur búsáhaldabylting fljótlega.
Fyrst að Dalai er farinn úr landi þá er ég til í að taka þetta námskeið að mér.
Bið alla Alþingismenn sem lesa síðuna mína að kommenta hjá mér og tilkynna þátttöku.
Námskeiðið verður haldið í Borgarnesi.
Boðið upp á grasrótarte, mjólkurkex og rabarbarasultu.
Frítt í göngin !
Guð blessi Ísland.
Brattur Lama.
.
.
Dalai Lama í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Erilsöm nótt
1.6.2009 | 11:38
Ég lenti í bardaga í nótt.
Dreymdi að ég var að flýja undan ljóni. Ég datt, ljónið kom að mér hægum skrefum og byrjaði að gæða sér á tánum á mér. Ég vaknaði sveittur og reis upp þetta var allt svo raunverulegt. Leit niður á tærnar á mér og sjá, þarna voru fjórir litlir kettlingar að naga á mér tærnar.
Ég rak þá alla fram úr og reyndi að sofna aftur.
Eftir smá stund voru þeir allir komnir upp í aftur. Þeir þóttust eiga þetta rúm alveg eins og ég. En ég gaf mig ekki og setti þá alla niður á gólf aftur. Setti púða fyrir þar sem auðveldast var fyrir þá að komast upp, vafði sængina hróðugur um tærnar og setti svo teppi yfir allt þannig að þetta átti að vera erfiður varnargarður að fara yfir.
Þetta tókst, þeir komu ekki uppí aftur og ég sofnaði með sigurbros á vör.
Ég vaknaði þó fljótlega aftur við það að eitthvað mjúkt straukst við kinn mína. Ég opnaði bara annað augað og taldi; einn, tveir, þrír og fjórir.
Litlu ljónin höfðu skriðið meðfram rúminu og fundið sér uppgönguleið rétt við hausinn á mér. Alexandra, Natalía, Tevez og Ronaldo læddust fram hjá mér og héldu að ég vissi ekkert af þeim. Þau lögðu sig til fóta og sofnuðu vært eins og ég.
.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)