Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Ég þarf ekkert

Úti kaldur vetur ógnarkalt
Frost og hríðarbál
Í húsi mínu hef ég allt
Sem gleður mína sál

Þar malar köttur, hrýtur tík
Og fegurð þín er engu lík
Ekkert þarf ég fyrir jól
Nema hlýju þína og skjól
.

 winter_house

.


Næturævintýri

Ég vaknaði í nótt eins og stundum... seildist í gleraugun mín til að líta á klukkuna... en ég sá ekki baun, hvað þá klukkuna... ég læddist því á tánum fram á bað... það var óvenju dimmt... náði þó að fálma eftir rofanum á baðherberginu og kveikja... það birti samt ekkert sérlega mikið... ég gekk að speglinum og viti menn, í speglinum sá ég mig en það kom mér svo sem ekkert á óvart...

Hinsvegar kom það mér gjörsamlega á óvart að ég var með sólgleraugu !
.

smith_prophet_sunglasses_black

.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband