Bræðurnir
4.1.2010 | 21:33
Einu sinni voru bræður sem hétu Mallakútur, Labbakútur, Gaskútur og Drullusokkur.
Þegar þeir voru orðnir nokkuð stálpaðir þá var orðið of þröngt í hreiðrinu heima hjá mömmu Fló og pabba Pedda.
Pabbi Peddi kallaði á fjölskyldufund.
Synir mínir þið eruð að verða of fyrirferðamiklir, étið allt snakkið mitt, drekkið allan bjórinn minn og gangið inn á skítugum skónum. Hún móðir ykkar er komin með skúringarolnboga svo mikið hefur hún hamast með skúringamoppuna um gólfin undanfarin misseri. Nú vil ég að þið farið að heiman og freistið gjæfunnar út í hinum stóra heimi. Það verður aldrei neitt úr ykkur ef þið hangið bara í pilsfaldinum á henni mömmu ykkar og reynið aldrei neitt á ykkur.
Finni ykkur konur, getið börn og verið hamingjusamir. Skírið svo einn eða tvo hvolpa í hausinn á okkur ömmu. Út með ykkur !
Bræðurnir litu hvor á annan. Þetta er víst alveg rétt hjá pabba Pedda. Það verður aldrei neitt úr okkur nema við spreytum okkur sjálfir úti í hinum stóra heimi, sagði Drullusokkur um leið og hann reimaði á sig skóna.
Svo héldu þeir af stað. Eftir stutta göngu ákváðu þeir að setjast niður og hvíla sig. Labbakútur hafði tekið með sér fjórar kókómjólk og poka af kleinum. Þeir lögðust í grasið og borðuðu nestið.
Á hverju eigum við að byrja ? Spurði Gaskútur. Mallakútur tuggði strá og horfði dreyminn upp í himinninn. Eigum við ekki að fara til borgarinnar og leita okkur að eiginkonum, sagði hann og virtist frekar tala til himinsins en bræðra sinna. Svo skulum við skipta liði þegar til borgarinnar verður komið, hélt hann áfram. Sá sem verður fyrstur til að eignast barn fer rakleiðis heim til pabba og mömmu og gleður þau með því að skíra í höfuðið á þeim, Fló ef það verður stelpa, Peddi ef það verður strákur.
.
.
Framhald.
Athugasemdir
Ég bíð spenntur eftir framhaldinu.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.1.2010 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.