Rass-muss

Ég var að keyra úti á landi í dag þegar ég sá ref standa rétt við þjóðveginn og súpa sitt "morgunte" úr spegilsléttum polli rétt við þjóðveg númer 1.

Refurinn var snjóhvítur, með stórt, loðið skott. Verulega fallegur.

Þá fór ég að hugsa; af hverju er talað um að skjóta ref fyrir rass ?
Eftir nokkrar vangaveltur þá sá ég fyrir mér hvernig þetta orðtak varð til:

Einu sinni var bóndi sem hét Rassmuss. Hann var aldrei kallaður annað en bara Rass.
Rass bóndi átti hænur í öllum regnbogans litum . Öllum hænunum hafði Rass gefið nafn.
Þær hétu nöfnum eins og Brussa, Kátína, Greyið, Falleg, Nöldra og Spákonan.
.

hen

.

Nótt eina komst refur í hænsnabúið og drap helminginn af hænunum. Aumingja Rass grét sárt þegar hann sá vinkonur sínar liggjandi í blóði sínu í hænsnakofanum.
Hann jarðaði þær hverja og eina í nokkrum gröfum og setti kross við hvert leiði með nöfnum hænanna.

Síðan sótti hann Tryggva (hestinn sem hann skírði í höfuðið á Trigger) og þaut af stað áleiðis að Litla Koti en þar bjó refaskyttan Bergur Bergs.

Rass sagði Bergi Bergs frá ódæðisverkinu sem refurinn hafði framið.
Viltu fara og skjóta þennan þrjót fyrir mig, sagði Rass með grátstafina í kverkunum.

Það var ekki hægt að neita bón þessa sorgmædda manns.

Og þannig fór að Bergur Bergs "Skaut ref fyrir Rass".

Smáa letrið : Gæti þetta ekki hafa verið svona ?
.

fox

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Gott er að zjá að hnappheldan normali þig ekki...

Steingrímur Helgason, 15.10.2009 kl. 12:11

2 Smámynd: Brattur

Hvenær er brauð normal og hvernær ekki, það er spurningin

Brattur, 15.10.2009 kl. 19:43

3 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Jú mér finnst þetta svo augljóst! Svona geta hlutirnir verið einfaldir ef við leggjum hausinn í bleyti. En það getur verið flókið að leggja hann í bleyti, leyfi ykkur að sjá það fyrir ykkur ;)

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 16.10.2009 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband