Brattur í gíslingu !
15.7.2009 | 22:43
****BREAKING NEWS****
Þær fréttir voru að berast rétt í þessu að Brattur hefur verið tekinn höndum af nokkrum gulrótarbændum. Hann er því í gíslingu.
Málavextir eru þeir að Brattur setti niður nokkur gulrótarfræ í vor.
Gulrótarbændur óttast mjög þessa auknu samkeppni.
Þeir halda því Bratti vini mínum föngnum í blautum og köldum gulrótargeymslum norður í Bleiksmýrardal að því að talið er.
Krafa gulrótabændanna er að Brattur lofi að hætta ræktun og snúi sér þess í stað að því að tálga spýtur.
Þegar síðast sást til Bratts þá var hann klæddur grænum kakíbuxum, í gulri indíánaskikkju og með rauðan skúf í peysu.
En snúum okkur þá að veðurspánni.
Gert er ráð fyrir veðri um mestan part landsins þó má búast við eintökum skúrum eða litlum sumarbústöðum í uppsveitum.
Ef að við höfum einhverjar fréttir að færa ykkur af þessu einkennilega mannráni þá brjótum við fréttirnar aftur.
.
.
Athugasemdir
Ekki örvænta! Hópur manna og kvenna er á leið til bjargar. Hvar er þessi dalur annars og hvar í fjáranum var gulrótarfræjunum plantað eiginlega? Bíð spenntur eftir næsta frétta"broti".
Halldór Egill Guðnason, 16.7.2009 kl. 02:12
hahaha ég bíð líka helspennt eftir næsta uppábroti! Er að reyna að staðsetja dalinn með GPRS tæki sem ég fann.
Hrönn Sigurðardóttir, 16.7.2009 kl. 08:17
Ég veit alveg hvar þessi dalur er, næsti dalur vestaustan við Rauðumýrardal.
Ég fer strax af stað, Bratti til bjargar, tek nokkrar rætur með í nesti.
kop, 16.7.2009 kl. 11:34
Glæsilegt. Að sögn Hauks Morthens eru til fræ og því ekki útilokað að fleiri ómjúkum handtökum verði beitt.
Jón Halldór Guðmundsson, 17.7.2009 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.